Flugmaðurinn enn á sjúkrahúsi Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2013 19:07 Flugmaður Mýflugs sem lifði af flugslysið á Akureyri er enn til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri en er ekki í lífshættu. Áætlun liggur fyrir um útskrift hans af sjúkrahúsinu, að sögn eiginkonu hans. Flugmaðurinn sem lifði flugslysið af er talsvert slasaður og er á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Talið er nær kraftaverki líkast að maðurinn hafi lifað slysið af. Slapp við beinbrot Fréttastofa náði tali af konu hans í dag en hún var stödd hjá honum á sjúkrahúsinu þar sem honum er nú hjúkrað til heilsu. Hún sagði að hann væri enn slasaður og gert væri að meiðslum hans, en vildi ekki fara nanar út í þau. Fram hefur komið að maðurinn er óbrotinn. Kona hans sagði að læknar hefðu þegar gert áætlun um útskrift hans af sjúkrahúsinu en var ekki tilbúinn að greina frá því hvenær það yrði. Hvorki hún né maðurinn hennar myndu ræða við fjölmiðla um málið á næstunni. Bæði vegna aðstæðna og af virðingu við hina látnu. Af tillitssemi við fjölskyldu flugmannsins verður ekki greint frá nafni hans eða konu hans, að svo stöddu að minnsta kosti. Hætti við lendinguEin af grundvallarspurningunum í tengslum við flugslysið sem er enn ósvarað er, hvað var vélin að gera á þessum slóðum, skömmu áður en slysið varð? En vélin hætti við lendingu á Akureyrarflugvelli skömmu fyrir slysið. Starfsmenn Mýflugs verjast allra frétta og vísa á rannsóknarnefnd samgönguslysa. Sigurður B. Jónsson, flugöryggisfulltrúi Mýflugs, sagði í samtali við fréttastofu að ekki væri tímabært að vera með vangaveltur um það sem gerðist í aðdraganda slyssins. Hann vísaði á rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefndinni sagði að þetta væri eitthvað sem rannsóknin yrði að leiða í ljós. Hann sagði að nefndin hefði aðeins lokið störfum á vettvangi. Hún ætti eftir að taka viðtöl við starfsmenn í flugturni og sjónarvotta. Eins og sést á myndum sem teknar voru í dag hafa öll ummerki um slysið verið hreinsuð en flak vélarinnar var flutt í gærkvöldi og er nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Fórnarlamba flugslyssins minnst Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. 7. ágúst 2013 10:31 „Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Flugmaður Mýflugs sem lifði af flugslysið á Akureyri er enn til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri en er ekki í lífshættu. Áætlun liggur fyrir um útskrift hans af sjúkrahúsinu, að sögn eiginkonu hans. Flugmaðurinn sem lifði flugslysið af er talsvert slasaður og er á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Talið er nær kraftaverki líkast að maðurinn hafi lifað slysið af. Slapp við beinbrot Fréttastofa náði tali af konu hans í dag en hún var stödd hjá honum á sjúkrahúsinu þar sem honum er nú hjúkrað til heilsu. Hún sagði að hann væri enn slasaður og gert væri að meiðslum hans, en vildi ekki fara nanar út í þau. Fram hefur komið að maðurinn er óbrotinn. Kona hans sagði að læknar hefðu þegar gert áætlun um útskrift hans af sjúkrahúsinu en var ekki tilbúinn að greina frá því hvenær það yrði. Hvorki hún né maðurinn hennar myndu ræða við fjölmiðla um málið á næstunni. Bæði vegna aðstæðna og af virðingu við hina látnu. Af tillitssemi við fjölskyldu flugmannsins verður ekki greint frá nafni hans eða konu hans, að svo stöddu að minnsta kosti. Hætti við lendinguEin af grundvallarspurningunum í tengslum við flugslysið sem er enn ósvarað er, hvað var vélin að gera á þessum slóðum, skömmu áður en slysið varð? En vélin hætti við lendingu á Akureyrarflugvelli skömmu fyrir slysið. Starfsmenn Mýflugs verjast allra frétta og vísa á rannsóknarnefnd samgönguslysa. Sigurður B. Jónsson, flugöryggisfulltrúi Mýflugs, sagði í samtali við fréttastofu að ekki væri tímabært að vera með vangaveltur um það sem gerðist í aðdraganda slyssins. Hann vísaði á rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefndinni sagði að þetta væri eitthvað sem rannsóknin yrði að leiða í ljós. Hann sagði að nefndin hefði aðeins lokið störfum á vettvangi. Hún ætti eftir að taka viðtöl við starfsmenn í flugturni og sjónarvotta. Eins og sést á myndum sem teknar voru í dag hafa öll ummerki um slysið verið hreinsuð en flak vélarinnar var flutt í gærkvöldi og er nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Fórnarlamba flugslyssins minnst Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. 7. ágúst 2013 10:31 „Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00
Fórnarlamba flugslyssins minnst Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. 7. ágúst 2013 10:31
„Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13