Námsmenn látnir borga brúsann Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2013 10:08 Sigmundur Davíð er búinn að finna breiðu bökin, að sögn Árna Páls: Námsmenn. Hækka á skráningargjöldin í HÍ en skólinn mun aðeins fá tæpar 40 milljónir af þeim 213 milljónum sem gjaldið gefur. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, segir fjáröflun ríkisstjórnarinnar á mörkum hins siðlega. Nú á að hækka skráningargjöld í HÍ úr kr. 60.000 í kr. 75.000 en Háskóli Íslands mun hins vegar bara fá 39,2 milljónir af þeim 213 milljónum sem gjaldið gefur. Restin fer í ríkissjóð. Þetta er samkvæmt fjárlagagerð. „Breiðu bökin eru fundin. Sérstakur skattur á námsmenn, utan hins hefðbundna tekjuskattskerfis. Svona er hægt að flytja skattbyrði af ríku fólki á venjulegt fólk með miklu fljótvirkari hætti en með breytingum á tekjuskattskerfinu.“ Árni segir spurður rétt að síðasta ríkisstjórn hækkaði skráningargjöldin úr 50 þúsundum í 60. „En, sú hækkun fór auðvitað öll til Háskólans.“ Hann segir þetta sömu fléttuna og með útvarpsgjaldið. „Sem er nefskattur. Með útvarpsgjaldinu borgar 18 ára stelpa sama og Sigmundur Davíð og atvinnulaus maður, því það er enginn persónuafsláttur og engin þrepaskipting í skatti. Það sem þeir eru að gera með skipulögðum hætti er að flytja skattbyrðina úr hinu almenna skattkerfi þar sem tekjulágt fólk nýtur persónuafsláttar og lægra skattþreps yfir í nefskatta og sérstök gjöld þar sem allir borga jafnt hvort sem þeir heita Sigmundur Davíð eða Jón Jónsson.“Árni Páll Árnason segir stjórnarflokkana grafa undan tekjujöfnun skattkerfisins.Formaður Samfylkingarinnar segir að með þessu grafi ríkisstjórnin undan tekjujöfnunarkerfi skattkerfisins. Og komi aftan að kerfinu. „Þeir fara þessa leið til að mola það niður. Þora ekki gegn þrepaskattkerfinu. Leggja ekki til formlegar tillögur um að leggja það niður en mola það niður með þessu. Fleiri og fleiri gjöld sem ríkir og fátækir borga það sama.“ Talsmenn þeirra flokka sem nú eru við völd hafa talað fyrir einföldun skattkerfisins en þetta gengur þvert á þau frómu markmið. „Þvert á móti,“ segir Árni. „Þetta er leið til að auka hlut lágtekjufólks, tekjulausra í samneyslunni. Með því að láta fólk borga sérstök gjöld og gefa þeim svo ekki þjónustuna sem það telur sig vera að borga fyrir. Nemendur eðlilega ósáttir; borga há skráningargjöld og skólinn fjársveltur. Grafið undan hinu opinberri þjónustu. Allir telja sig vera að borga fyrir eitthvað sem þeir fá ekki.“ Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Hækka á skráningargjöldin í HÍ en skólinn mun aðeins fá tæpar 40 milljónir af þeim 213 milljónum sem gjaldið gefur. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, segir fjáröflun ríkisstjórnarinnar á mörkum hins siðlega. Nú á að hækka skráningargjöld í HÍ úr kr. 60.000 í kr. 75.000 en Háskóli Íslands mun hins vegar bara fá 39,2 milljónir af þeim 213 milljónum sem gjaldið gefur. Restin fer í ríkissjóð. Þetta er samkvæmt fjárlagagerð. „Breiðu bökin eru fundin. Sérstakur skattur á námsmenn, utan hins hefðbundna tekjuskattskerfis. Svona er hægt að flytja skattbyrði af ríku fólki á venjulegt fólk með miklu fljótvirkari hætti en með breytingum á tekjuskattskerfinu.“ Árni segir spurður rétt að síðasta ríkisstjórn hækkaði skráningargjöldin úr 50 þúsundum í 60. „En, sú hækkun fór auðvitað öll til Háskólans.“ Hann segir þetta sömu fléttuna og með útvarpsgjaldið. „Sem er nefskattur. Með útvarpsgjaldinu borgar 18 ára stelpa sama og Sigmundur Davíð og atvinnulaus maður, því það er enginn persónuafsláttur og engin þrepaskipting í skatti. Það sem þeir eru að gera með skipulögðum hætti er að flytja skattbyrðina úr hinu almenna skattkerfi þar sem tekjulágt fólk nýtur persónuafsláttar og lægra skattþreps yfir í nefskatta og sérstök gjöld þar sem allir borga jafnt hvort sem þeir heita Sigmundur Davíð eða Jón Jónsson.“Árni Páll Árnason segir stjórnarflokkana grafa undan tekjujöfnun skattkerfisins.Formaður Samfylkingarinnar segir að með þessu grafi ríkisstjórnin undan tekjujöfnunarkerfi skattkerfisins. Og komi aftan að kerfinu. „Þeir fara þessa leið til að mola það niður. Þora ekki gegn þrepaskattkerfinu. Leggja ekki til formlegar tillögur um að leggja það niður en mola það niður með þessu. Fleiri og fleiri gjöld sem ríkir og fátækir borga það sama.“ Talsmenn þeirra flokka sem nú eru við völd hafa talað fyrir einföldun skattkerfisins en þetta gengur þvert á þau frómu markmið. „Þvert á móti,“ segir Árni. „Þetta er leið til að auka hlut lágtekjufólks, tekjulausra í samneyslunni. Með því að láta fólk borga sérstök gjöld og gefa þeim svo ekki þjónustuna sem það telur sig vera að borga fyrir. Nemendur eðlilega ósáttir; borga há skráningargjöld og skólinn fjársveltur. Grafið undan hinu opinberri þjónustu. Allir telja sig vera að borga fyrir eitthvað sem þeir fá ekki.“
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira