Námsmenn látnir borga brúsann Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2013 10:08 Sigmundur Davíð er búinn að finna breiðu bökin, að sögn Árna Páls: Námsmenn. Hækka á skráningargjöldin í HÍ en skólinn mun aðeins fá tæpar 40 milljónir af þeim 213 milljónum sem gjaldið gefur. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, segir fjáröflun ríkisstjórnarinnar á mörkum hins siðlega. Nú á að hækka skráningargjöld í HÍ úr kr. 60.000 í kr. 75.000 en Háskóli Íslands mun hins vegar bara fá 39,2 milljónir af þeim 213 milljónum sem gjaldið gefur. Restin fer í ríkissjóð. Þetta er samkvæmt fjárlagagerð. „Breiðu bökin eru fundin. Sérstakur skattur á námsmenn, utan hins hefðbundna tekjuskattskerfis. Svona er hægt að flytja skattbyrði af ríku fólki á venjulegt fólk með miklu fljótvirkari hætti en með breytingum á tekjuskattskerfinu.“ Árni segir spurður rétt að síðasta ríkisstjórn hækkaði skráningargjöldin úr 50 þúsundum í 60. „En, sú hækkun fór auðvitað öll til Háskólans.“ Hann segir þetta sömu fléttuna og með útvarpsgjaldið. „Sem er nefskattur. Með útvarpsgjaldinu borgar 18 ára stelpa sama og Sigmundur Davíð og atvinnulaus maður, því það er enginn persónuafsláttur og engin þrepaskipting í skatti. Það sem þeir eru að gera með skipulögðum hætti er að flytja skattbyrðina úr hinu almenna skattkerfi þar sem tekjulágt fólk nýtur persónuafsláttar og lægra skattþreps yfir í nefskatta og sérstök gjöld þar sem allir borga jafnt hvort sem þeir heita Sigmundur Davíð eða Jón Jónsson.“Árni Páll Árnason segir stjórnarflokkana grafa undan tekjujöfnun skattkerfisins.Formaður Samfylkingarinnar segir að með þessu grafi ríkisstjórnin undan tekjujöfnunarkerfi skattkerfisins. Og komi aftan að kerfinu. „Þeir fara þessa leið til að mola það niður. Þora ekki gegn þrepaskattkerfinu. Leggja ekki til formlegar tillögur um að leggja það niður en mola það niður með þessu. Fleiri og fleiri gjöld sem ríkir og fátækir borga það sama.“ Talsmenn þeirra flokka sem nú eru við völd hafa talað fyrir einföldun skattkerfisins en þetta gengur þvert á þau frómu markmið. „Þvert á móti,“ segir Árni. „Þetta er leið til að auka hlut lágtekjufólks, tekjulausra í samneyslunni. Með því að láta fólk borga sérstök gjöld og gefa þeim svo ekki þjónustuna sem það telur sig vera að borga fyrir. Nemendur eðlilega ósáttir; borga há skráningargjöld og skólinn fjársveltur. Grafið undan hinu opinberri þjónustu. Allir telja sig vera að borga fyrir eitthvað sem þeir fá ekki.“ Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Hækka á skráningargjöldin í HÍ en skólinn mun aðeins fá tæpar 40 milljónir af þeim 213 milljónum sem gjaldið gefur. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, segir fjáröflun ríkisstjórnarinnar á mörkum hins siðlega. Nú á að hækka skráningargjöld í HÍ úr kr. 60.000 í kr. 75.000 en Háskóli Íslands mun hins vegar bara fá 39,2 milljónir af þeim 213 milljónum sem gjaldið gefur. Restin fer í ríkissjóð. Þetta er samkvæmt fjárlagagerð. „Breiðu bökin eru fundin. Sérstakur skattur á námsmenn, utan hins hefðbundna tekjuskattskerfis. Svona er hægt að flytja skattbyrði af ríku fólki á venjulegt fólk með miklu fljótvirkari hætti en með breytingum á tekjuskattskerfinu.“ Árni segir spurður rétt að síðasta ríkisstjórn hækkaði skráningargjöldin úr 50 þúsundum í 60. „En, sú hækkun fór auðvitað öll til Háskólans.“ Hann segir þetta sömu fléttuna og með útvarpsgjaldið. „Sem er nefskattur. Með útvarpsgjaldinu borgar 18 ára stelpa sama og Sigmundur Davíð og atvinnulaus maður, því það er enginn persónuafsláttur og engin þrepaskipting í skatti. Það sem þeir eru að gera með skipulögðum hætti er að flytja skattbyrðina úr hinu almenna skattkerfi þar sem tekjulágt fólk nýtur persónuafsláttar og lægra skattþreps yfir í nefskatta og sérstök gjöld þar sem allir borga jafnt hvort sem þeir heita Sigmundur Davíð eða Jón Jónsson.“Árni Páll Árnason segir stjórnarflokkana grafa undan tekjujöfnun skattkerfisins.Formaður Samfylkingarinnar segir að með þessu grafi ríkisstjórnin undan tekjujöfnunarkerfi skattkerfisins. Og komi aftan að kerfinu. „Þeir fara þessa leið til að mola það niður. Þora ekki gegn þrepaskattkerfinu. Leggja ekki til formlegar tillögur um að leggja það niður en mola það niður með þessu. Fleiri og fleiri gjöld sem ríkir og fátækir borga það sama.“ Talsmenn þeirra flokka sem nú eru við völd hafa talað fyrir einföldun skattkerfisins en þetta gengur þvert á þau frómu markmið. „Þvert á móti,“ segir Árni. „Þetta er leið til að auka hlut lágtekjufólks, tekjulausra í samneyslunni. Með því að láta fólk borga sérstök gjöld og gefa þeim svo ekki þjónustuna sem það telur sig vera að borga fyrir. Nemendur eðlilega ósáttir; borga há skráningargjöld og skólinn fjársveltur. Grafið undan hinu opinberri þjónustu. Allir telja sig vera að borga fyrir eitthvað sem þeir fá ekki.“
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira