Maður og náttúra í Vatnsmýrinni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 11:00 Gullgröftur Mynd frá árinu 1907 sem sýnir gulleitarmenn að störfum í mýrinni. MYND: Magnús Ólafsson Gullborinn er hluti af verki sem ég er með í salnum niðri í Norræna húsinu,“ segir Ósk Vilhjálmsdóttir spurð hvaðan sú hugmynd að endurskapa gullborinn í Vatnsmýrinni hafi komið. „Sýningin heitir Pumpa og við erum þrjár myndlistarkonur hver af sinni kynslóðinni sem sýnum, Hinar eru Hildur Hákonardóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir. Við erum allar að fjalla um mann og náttúru og sambandið þeirra á milli og ég er með stór myndbönd sem sýna annars vegar mjaltir í tæknifjósi og hins vegar hvernig olíu er dælt á kerfið úr stórum olíubíl. Það eru mjög mikil líkindi á milli þessara tveggja mekanisma.“ Sýningin heitir Mýrargull og verk allra listakvennanna tengjast henni á einn eða annan hátt. „Mér fannst áhugavert að það hefði verið grafið eftir gulli í Vatnsmýrinni fyrir rúmum hundrað árum. Ég fann myndir eftir Magnús Ólafsson, teknar 1907, af gullgröfurunum og mér fannst það tengjast þessari hringrás sem ég hafði verið að velta fyrir mér.“ Bor Óskar er nákvæm eftirmynd borsins sem notaður var við gulleitina upp úr aldamótunum 1900. „Ég fékk leikmyndahönnuð með mér og við erum að setja upp propps sem er eiginlega alveg eins og fyrirmyndin. Ég fékk líka eldgamla talíu og þetta er sett upp alveg eins og það var.“ Ósk, Hildur og Steinunn hafa einu sinni sýnt saman áður, á Listasafni Akureyrar í fyrra og Ósk segir verk þeirra tengd þótt gjörólík séu. „Við höfum allar tengst einhvers konar aktívisma. Steinunn sýnir mjög ögrandi og pólitískt verk sem fjallar um togstreitu kynjanna og Hildur er að vinna út frá plöntufræði Goethes, þannig að tengsl manns og náttúru eru í forgrunni hjá okkur öllum.“ Sýningin Pumpa verður opnuð í Norræna húsinu klukkan 15 á morgun og stendur til 10. janúar. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Gullborinn er hluti af verki sem ég er með í salnum niðri í Norræna húsinu,“ segir Ósk Vilhjálmsdóttir spurð hvaðan sú hugmynd að endurskapa gullborinn í Vatnsmýrinni hafi komið. „Sýningin heitir Pumpa og við erum þrjár myndlistarkonur hver af sinni kynslóðinni sem sýnum, Hinar eru Hildur Hákonardóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir. Við erum allar að fjalla um mann og náttúru og sambandið þeirra á milli og ég er með stór myndbönd sem sýna annars vegar mjaltir í tæknifjósi og hins vegar hvernig olíu er dælt á kerfið úr stórum olíubíl. Það eru mjög mikil líkindi á milli þessara tveggja mekanisma.“ Sýningin heitir Mýrargull og verk allra listakvennanna tengjast henni á einn eða annan hátt. „Mér fannst áhugavert að það hefði verið grafið eftir gulli í Vatnsmýrinni fyrir rúmum hundrað árum. Ég fann myndir eftir Magnús Ólafsson, teknar 1907, af gullgröfurunum og mér fannst það tengjast þessari hringrás sem ég hafði verið að velta fyrir mér.“ Bor Óskar er nákvæm eftirmynd borsins sem notaður var við gulleitina upp úr aldamótunum 1900. „Ég fékk leikmyndahönnuð með mér og við erum að setja upp propps sem er eiginlega alveg eins og fyrirmyndin. Ég fékk líka eldgamla talíu og þetta er sett upp alveg eins og það var.“ Ósk, Hildur og Steinunn hafa einu sinni sýnt saman áður, á Listasafni Akureyrar í fyrra og Ósk segir verk þeirra tengd þótt gjörólík séu. „Við höfum allar tengst einhvers konar aktívisma. Steinunn sýnir mjög ögrandi og pólitískt verk sem fjallar um togstreitu kynjanna og Hildur er að vinna út frá plöntufræði Goethes, þannig að tengsl manns og náttúru eru í forgrunni hjá okkur öllum.“ Sýningin Pumpa verður opnuð í Norræna húsinu klukkan 15 á morgun og stendur til 10. janúar.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira