Skoppa og Skrítla mæta á hjólasöfnun 3. maí 2013 09:32 Hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og hjólreiðakeppninnar Wow Cyclothon hefst í dag. Þetta er í annað sinn sem staðið er fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga, en söfnunin stendur til 3. júní 2013. Hjólunum verður safnað á endurvinnslustöðvum Gámaþjónustunnar, Hringrásar og Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Þau verða gerð upp og eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól. Hægt er að sækja um hjól hjá Félagsþjónustunni og í gegnum Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Nemendur í 4. bekk Langholtsskóla fylkja liði í endurvinnslustöð Hringrásar í Klettagörðum klukkan 11 í dag og hleypa söfnuninni formlega af stokkunum með söng og leik ásamt Skoppu og Skrítlu. Hjólin verða síðan gerð upp af sjálfboðaliðum undir styrkri stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum og afhent í júní. Þann 1. júní geta allir sem vilja lagt hönd á plóg á Hjólaviðgerðardeginum mikla í Hörpu þegar lokahnykkur viðgerða fer fram. Á facebook-síðu hjólasöfnunarinnar getur fólk fylgst með og skráð sig til þátttöku í viðgerðum. Hjólunum verður safnað á eftirfarandi stöðum: · Gámaþjónustan - Berghellu í Hafnarfirði og Súðarvogi í Reykjavík · Hringrás - Klettagörðum í Reykjavík · Sorpa - Dalvegi í Kópavogi, Breiðhellu í Hafnarfirði og Sævarhöfða í ReykjavíkHreyfing og heilbrigði Öll áheit á keppnislið í alþjóðlegu hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon renna í sjóð sem stendur straum af verkefnum Barnaheilla sem snúa að heilbrigði og hreyfingu. Verkefnin byggja á ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna til líkamlegs heilbrigðis. Nú er í gangi tilraunaverkefni sem stuðlar að því að efla hreyfingu og heilbrigði barna sem hafa af ýmsum ástæðum ekki fundið sig í hefðbundnum skólaíþróttum eða skipulögðu íþróttastarfi. Verkefnið er enn í mótun en að auki styður sjóðurinn forvarnir og fræðslustarf. Aðal markmið þeirra verkefna sem sjóðurinn styður er að auka vægi hreyfingar hjá íslenskum börnum og efla þannig bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði sem og stuðla að almennum heilsufarslegum forvörnum. WOW Cyclothon er fyrsta alþjóðlega hjólreiðakeppnin sem haldin hefur verið á Íslandi og fór fram í fyrsta sinn á síðasta ári. Keppnin fer fram dagana 19. - 22. júní þegar miðnætursólar nýtur gjarnan við. Fjögurra til tíu manna lið keppast sín á milli um að komast fyrst í mark eftir að hafa hjólað 1.332 kílómetra, hringinn í kringum landið. Öll áheit á hjólaliðin renna óskipt til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi sem vinna að réttindum barna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Wow Cyclothon Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og hjólreiðakeppninnar Wow Cyclothon hefst í dag. Þetta er í annað sinn sem staðið er fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga, en söfnunin stendur til 3. júní 2013. Hjólunum verður safnað á endurvinnslustöðvum Gámaþjónustunnar, Hringrásar og Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Þau verða gerð upp og eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól. Hægt er að sækja um hjól hjá Félagsþjónustunni og í gegnum Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Nemendur í 4. bekk Langholtsskóla fylkja liði í endurvinnslustöð Hringrásar í Klettagörðum klukkan 11 í dag og hleypa söfnuninni formlega af stokkunum með söng og leik ásamt Skoppu og Skrítlu. Hjólin verða síðan gerð upp af sjálfboðaliðum undir styrkri stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum og afhent í júní. Þann 1. júní geta allir sem vilja lagt hönd á plóg á Hjólaviðgerðardeginum mikla í Hörpu þegar lokahnykkur viðgerða fer fram. Á facebook-síðu hjólasöfnunarinnar getur fólk fylgst með og skráð sig til þátttöku í viðgerðum. Hjólunum verður safnað á eftirfarandi stöðum: · Gámaþjónustan - Berghellu í Hafnarfirði og Súðarvogi í Reykjavík · Hringrás - Klettagörðum í Reykjavík · Sorpa - Dalvegi í Kópavogi, Breiðhellu í Hafnarfirði og Sævarhöfða í ReykjavíkHreyfing og heilbrigði Öll áheit á keppnislið í alþjóðlegu hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon renna í sjóð sem stendur straum af verkefnum Barnaheilla sem snúa að heilbrigði og hreyfingu. Verkefnin byggja á ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna til líkamlegs heilbrigðis. Nú er í gangi tilraunaverkefni sem stuðlar að því að efla hreyfingu og heilbrigði barna sem hafa af ýmsum ástæðum ekki fundið sig í hefðbundnum skólaíþróttum eða skipulögðu íþróttastarfi. Verkefnið er enn í mótun en að auki styður sjóðurinn forvarnir og fræðslustarf. Aðal markmið þeirra verkefna sem sjóðurinn styður er að auka vægi hreyfingar hjá íslenskum börnum og efla þannig bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði sem og stuðla að almennum heilsufarslegum forvörnum. WOW Cyclothon er fyrsta alþjóðlega hjólreiðakeppnin sem haldin hefur verið á Íslandi og fór fram í fyrsta sinn á síðasta ári. Keppnin fer fram dagana 19. - 22. júní þegar miðnætursólar nýtur gjarnan við. Fjögurra til tíu manna lið keppast sín á milli um að komast fyrst í mark eftir að hafa hjólað 1.332 kílómetra, hringinn í kringum landið. Öll áheit á hjólaliðin renna óskipt til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi sem vinna að réttindum barna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.
Wow Cyclothon Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira