Skoppa og Skrítla mæta á hjólasöfnun 3. maí 2013 09:32 Hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og hjólreiðakeppninnar Wow Cyclothon hefst í dag. Þetta er í annað sinn sem staðið er fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga, en söfnunin stendur til 3. júní 2013. Hjólunum verður safnað á endurvinnslustöðvum Gámaþjónustunnar, Hringrásar og Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Þau verða gerð upp og eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól. Hægt er að sækja um hjól hjá Félagsþjónustunni og í gegnum Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Nemendur í 4. bekk Langholtsskóla fylkja liði í endurvinnslustöð Hringrásar í Klettagörðum klukkan 11 í dag og hleypa söfnuninni formlega af stokkunum með söng og leik ásamt Skoppu og Skrítlu. Hjólin verða síðan gerð upp af sjálfboðaliðum undir styrkri stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum og afhent í júní. Þann 1. júní geta allir sem vilja lagt hönd á plóg á Hjólaviðgerðardeginum mikla í Hörpu þegar lokahnykkur viðgerða fer fram. Á facebook-síðu hjólasöfnunarinnar getur fólk fylgst með og skráð sig til þátttöku í viðgerðum. Hjólunum verður safnað á eftirfarandi stöðum: · Gámaþjónustan - Berghellu í Hafnarfirði og Súðarvogi í Reykjavík · Hringrás - Klettagörðum í Reykjavík · Sorpa - Dalvegi í Kópavogi, Breiðhellu í Hafnarfirði og Sævarhöfða í ReykjavíkHreyfing og heilbrigði Öll áheit á keppnislið í alþjóðlegu hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon renna í sjóð sem stendur straum af verkefnum Barnaheilla sem snúa að heilbrigði og hreyfingu. Verkefnin byggja á ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna til líkamlegs heilbrigðis. Nú er í gangi tilraunaverkefni sem stuðlar að því að efla hreyfingu og heilbrigði barna sem hafa af ýmsum ástæðum ekki fundið sig í hefðbundnum skólaíþróttum eða skipulögðu íþróttastarfi. Verkefnið er enn í mótun en að auki styður sjóðurinn forvarnir og fræðslustarf. Aðal markmið þeirra verkefna sem sjóðurinn styður er að auka vægi hreyfingar hjá íslenskum börnum og efla þannig bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði sem og stuðla að almennum heilsufarslegum forvörnum. WOW Cyclothon er fyrsta alþjóðlega hjólreiðakeppnin sem haldin hefur verið á Íslandi og fór fram í fyrsta sinn á síðasta ári. Keppnin fer fram dagana 19. - 22. júní þegar miðnætursólar nýtur gjarnan við. Fjögurra til tíu manna lið keppast sín á milli um að komast fyrst í mark eftir að hafa hjólað 1.332 kílómetra, hringinn í kringum landið. Öll áheit á hjólaliðin renna óskipt til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi sem vinna að réttindum barna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Wow Cyclothon Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og hjólreiðakeppninnar Wow Cyclothon hefst í dag. Þetta er í annað sinn sem staðið er fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga, en söfnunin stendur til 3. júní 2013. Hjólunum verður safnað á endurvinnslustöðvum Gámaþjónustunnar, Hringrásar og Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Þau verða gerð upp og eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól. Hægt er að sækja um hjól hjá Félagsþjónustunni og í gegnum Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Nemendur í 4. bekk Langholtsskóla fylkja liði í endurvinnslustöð Hringrásar í Klettagörðum klukkan 11 í dag og hleypa söfnuninni formlega af stokkunum með söng og leik ásamt Skoppu og Skrítlu. Hjólin verða síðan gerð upp af sjálfboðaliðum undir styrkri stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum og afhent í júní. Þann 1. júní geta allir sem vilja lagt hönd á plóg á Hjólaviðgerðardeginum mikla í Hörpu þegar lokahnykkur viðgerða fer fram. Á facebook-síðu hjólasöfnunarinnar getur fólk fylgst með og skráð sig til þátttöku í viðgerðum. Hjólunum verður safnað á eftirfarandi stöðum: · Gámaþjónustan - Berghellu í Hafnarfirði og Súðarvogi í Reykjavík · Hringrás - Klettagörðum í Reykjavík · Sorpa - Dalvegi í Kópavogi, Breiðhellu í Hafnarfirði og Sævarhöfða í ReykjavíkHreyfing og heilbrigði Öll áheit á keppnislið í alþjóðlegu hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon renna í sjóð sem stendur straum af verkefnum Barnaheilla sem snúa að heilbrigði og hreyfingu. Verkefnin byggja á ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna til líkamlegs heilbrigðis. Nú er í gangi tilraunaverkefni sem stuðlar að því að efla hreyfingu og heilbrigði barna sem hafa af ýmsum ástæðum ekki fundið sig í hefðbundnum skólaíþróttum eða skipulögðu íþróttastarfi. Verkefnið er enn í mótun en að auki styður sjóðurinn forvarnir og fræðslustarf. Aðal markmið þeirra verkefna sem sjóðurinn styður er að auka vægi hreyfingar hjá íslenskum börnum og efla þannig bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði sem og stuðla að almennum heilsufarslegum forvörnum. WOW Cyclothon er fyrsta alþjóðlega hjólreiðakeppnin sem haldin hefur verið á Íslandi og fór fram í fyrsta sinn á síðasta ári. Keppnin fer fram dagana 19. - 22. júní þegar miðnætursólar nýtur gjarnan við. Fjögurra til tíu manna lið keppast sín á milli um að komast fyrst í mark eftir að hafa hjólað 1.332 kílómetra, hringinn í kringum landið. Öll áheit á hjólaliðin renna óskipt til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi sem vinna að réttindum barna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.
Wow Cyclothon Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira