Eykon sækir um leitarleyfi í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. ágúst 2013 18:54 Íslenskt fyrirtæki undirbýr olíuleit í Noregi. Olíufélagið Eykon hefur sett upp tólf manna starfsstöð í Osló og sækir um leitarleyfi í norskri lögsögu í næsta mánuði. Félögin Eykon og Kolvetni ehf. sameinuðust í dag undir nafni Eykons. Því var spáð að úthlutun olíuleitarleyfa á Drekasvæðið gæti kveikt íslenska vaxtarsprota í þessum geira en þrjú íslensk félög voru í hópi umsækjenda. Tvö þeirra runnu saman í dag, Eykon og Kolvetni, að sögn Gunnlaugs Jónssonar, sem hefur bæði verið stjórnarformaður Kolvetna og framkvæmdastjóri Eykons, en sömu aðilar hafa verið lykilhluthafar í báðum félögum. Helstu aðstandendur hins sameinaða félags eru, auk Gunnlaugs, Heiðar Már Guðjónsson, Verkfræðistofan Mannvit og Norðmaðurinn Terje Hagevang, sem stýrir nýrri starfsstöð félagsins í Noregi. Gunnlaugur segir norska umhverfið hagstætt fyrir lítil félög en einnig sjái Eykon fyrir sér samstarf við stærri aðila og starfssvæðið er skilgreint sem allt Norður-Atlantshaf. Eykon er langt kominn með að ráða tólf manna hóp sérfræðinga til starfa í Osló til að leita á olíusvæðum Noregs. Félagið hyggst senda inn umsókn um leitar- og vinnsluleyfi í byrjun september og vonast til að fá úthlutað í janúar á næsta ári. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 greindi Gunnlaugur nánar frá þessum áformum. Tengdar fréttir Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. 11. júní 2013 18:45 Kínverjar skrefi nær Drekanum Orkustofnun stefnir að því að úthluta þriðja olíuleitarleyfinu á Drekasvæðið í haust, - til Eykons Energy og kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC. 13. ágúst 2013 19:05 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki undirbýr olíuleit í Noregi. Olíufélagið Eykon hefur sett upp tólf manna starfsstöð í Osló og sækir um leitarleyfi í norskri lögsögu í næsta mánuði. Félögin Eykon og Kolvetni ehf. sameinuðust í dag undir nafni Eykons. Því var spáð að úthlutun olíuleitarleyfa á Drekasvæðið gæti kveikt íslenska vaxtarsprota í þessum geira en þrjú íslensk félög voru í hópi umsækjenda. Tvö þeirra runnu saman í dag, Eykon og Kolvetni, að sögn Gunnlaugs Jónssonar, sem hefur bæði verið stjórnarformaður Kolvetna og framkvæmdastjóri Eykons, en sömu aðilar hafa verið lykilhluthafar í báðum félögum. Helstu aðstandendur hins sameinaða félags eru, auk Gunnlaugs, Heiðar Már Guðjónsson, Verkfræðistofan Mannvit og Norðmaðurinn Terje Hagevang, sem stýrir nýrri starfsstöð félagsins í Noregi. Gunnlaugur segir norska umhverfið hagstætt fyrir lítil félög en einnig sjái Eykon fyrir sér samstarf við stærri aðila og starfssvæðið er skilgreint sem allt Norður-Atlantshaf. Eykon er langt kominn með að ráða tólf manna hóp sérfræðinga til starfa í Osló til að leita á olíusvæðum Noregs. Félagið hyggst senda inn umsókn um leitar- og vinnsluleyfi í byrjun september og vonast til að fá úthlutað í janúar á næsta ári. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 greindi Gunnlaugur nánar frá þessum áformum.
Tengdar fréttir Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. 11. júní 2013 18:45 Kínverjar skrefi nær Drekanum Orkustofnun stefnir að því að úthluta þriðja olíuleitarleyfinu á Drekasvæðið í haust, - til Eykons Energy og kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC. 13. ágúst 2013 19:05 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. 11. júní 2013 18:45
Kínverjar skrefi nær Drekanum Orkustofnun stefnir að því að úthluta þriðja olíuleitarleyfinu á Drekasvæðið í haust, - til Eykons Energy og kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC. 13. ágúst 2013 19:05
Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00