Erlent

Breskir tollverðir handtóku sambýlismann blaðamanns

Haraldur Guðmundsson skrifar
Glenn Greenwald segir handtökuna á sambýlismanni sínum vera aðför að bresku blaðamannastéttinni.
Glenn Greenwald segir handtökuna á sambýlismanni sínum vera aðför að bresku blaðamannastéttinni. Mynd/AFP.
Tollverðir á Heathrow-flugvelli handtóku í gær David Miranda, sambýlismann Glenn Greenwald, blaðamanns á breska blaðinu Guardian sem skrifað hefur um mál bandaríska uppljóstrarans Edwards Snowden, og yfirheyrðu hann í 9 klukkutíma.

Miranda var að yfirheyrslu lokinni leyft að halda áfram för sinni frá Berlín til Ríó de Janeiro, en tollverðir gerðu farsíma, fartölvu, og minniskort hans upptæk.

Handtakan var gerð á grundvelli ákvæða í breskum lögum um varnir gegn hryðjuverkum. Stjórnvöld í Brasilíu, heimalands Miranda, hafa nú mótmælt handtökunni harðlega og segja hana óréttlætanlega.



Glenn Greenwald skrifaði í kjölfarið pistil á heimasíðu Guardian þar sem hann segir handtökuna á sambýlismanni sínum hafa verið misheppnaða tilraun til þöggunar og aðför að frjálsri fjölmiðlun og bresku blaðamannastéttinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×