Þjóðlagatengd leikhústónlist í forgrunni Gunnþóra Guðmundsdóttir skrifar 25. júní 2013 12:00 Framkvæmdastjórinn Gunnsteinn með dóttur sína, Áslaugu Elísabetu, sem kippir í kynið því hún hefur gaman af að spila á flygil heimilisins. Fréttablaðið/Arnþór „Þjóðlagahátíðin í ár er tileinkuð að stórum hluta leikhústengdri tónlist,“ byrjar Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður inntur eftir hápunktum Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði 2013 sem stendur frá 3. til 7. júlí. Hann nefnir lög úr leikritinu Þið munið hann Jörund með textum eftir Jónas Árnason. Edda Þórarinsdóttir ætlar að syngja þau, eins og hún gerði í tríóinu Þremur á palli þegar leikritið var sýnt hér fyrst um 1970. Nú er hún með þrjá tónlistarmenn með sér og saman kalla þau sig Fjögur á palli. Tvennir aðrir tónleikar eru svipaðs eðlis að sögn Gunnsteins. „Við erum með tónlist úr Grikkjanum Zorba eftir Theodorakis, úr samnefndri kvikmynd. Hún er flutt á grísk hljóðfæri á upprunalegan hátt, meðal annars af Ásgeiri Ásgeirssyni. Svo eru tónleikar með tónlist úr Fiðlaranum á þakinu sem verður leikin og sungin með kletzmerblæ því það er tónlist gyðinga. Þetta eru þeir þrennir tónleikar sem tengjast þema hátíðarinnar beint, þeir fara allir fram í bátahúsinu á Siglufirði og dreifast yfir hátíðina.“ Spilmenn Ríkínís, þau Örn Magnússon og Marta Guðrún Halldórsdóttir hefja hátíðina klukkan 20 á miðvikudagskvöld og flytja lög úr Þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar. „Ríkínís var tónlistarmaður sem kom hingað á 14. eða 15. öld, var á Hólum og kenndi tónlist og þau kenna sig við hann,“ útskýrir Gunnsteinn. Daginn eftir er það sönghópurinn Kvika sem stígur á svið. „Í Kviku eru fjórir ungir söngvarar sem syngja íslensk þjóðlög, kveða tvísöng og blanda dægurlögum inn í dagskrána. Þeir verða með nýtt og gamalt efni. Þar er meðal annarra Pétur Björnsson sem er góður kvæðamaður og ágætis tenór,“ heldur Gunnsteinn áfram og nefnir líka þær Júlíu Traustadóttur og Hildi Heimisdóttur sem syngja íslensk þjóðlög og leika undir á langspil. „Hildur er útlærður sellóleikari og ég held að hún sé fyrsta stúlkan sem leggur fyrir sig á unga aldri að spila á langspil. Það er gaman að fylgjast með því.“ Eitt af atriðum hátíðarinnar er þjóðlagaakademía. Það eru háskólanámskeið sem erlendir gestir koma á og Gunnsteinn segir að þeir verði líka með áhugaverða tónleika. Hann tekur fram að það sem hér hefur verið nefnt sé bara brot af því sem í boði sé. „Mér telst til að atriðin á hátíðinni séu 24, segir hann og nefnir að síðustu lokatónleikana þann 7. júlí með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, þar sem frumflutt verður nýtt verk eftir Huga Guðmundsson og Hnotubrjóturinn er á dagskrá. „Að þeim tónleikum loknum verður afhjúpaður minnisvarði um Bjarna Þorsteinsson þjóðlagasafnara fyrir utan Siglufjarðarkirkju,“ segir Gunnsteinn. „Bjarni bjó alla tíð hér á Siglufirði og lét eftir sig mikinn arf sem við byggjum á.“ Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þjóðlagahátíðin í ár er tileinkuð að stórum hluta leikhústengdri tónlist,“ byrjar Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður inntur eftir hápunktum Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði 2013 sem stendur frá 3. til 7. júlí. Hann nefnir lög úr leikritinu Þið munið hann Jörund með textum eftir Jónas Árnason. Edda Þórarinsdóttir ætlar að syngja þau, eins og hún gerði í tríóinu Þremur á palli þegar leikritið var sýnt hér fyrst um 1970. Nú er hún með þrjá tónlistarmenn með sér og saman kalla þau sig Fjögur á palli. Tvennir aðrir tónleikar eru svipaðs eðlis að sögn Gunnsteins. „Við erum með tónlist úr Grikkjanum Zorba eftir Theodorakis, úr samnefndri kvikmynd. Hún er flutt á grísk hljóðfæri á upprunalegan hátt, meðal annars af Ásgeiri Ásgeirssyni. Svo eru tónleikar með tónlist úr Fiðlaranum á þakinu sem verður leikin og sungin með kletzmerblæ því það er tónlist gyðinga. Þetta eru þeir þrennir tónleikar sem tengjast þema hátíðarinnar beint, þeir fara allir fram í bátahúsinu á Siglufirði og dreifast yfir hátíðina.“ Spilmenn Ríkínís, þau Örn Magnússon og Marta Guðrún Halldórsdóttir hefja hátíðina klukkan 20 á miðvikudagskvöld og flytja lög úr Þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar. „Ríkínís var tónlistarmaður sem kom hingað á 14. eða 15. öld, var á Hólum og kenndi tónlist og þau kenna sig við hann,“ útskýrir Gunnsteinn. Daginn eftir er það sönghópurinn Kvika sem stígur á svið. „Í Kviku eru fjórir ungir söngvarar sem syngja íslensk þjóðlög, kveða tvísöng og blanda dægurlögum inn í dagskrána. Þeir verða með nýtt og gamalt efni. Þar er meðal annarra Pétur Björnsson sem er góður kvæðamaður og ágætis tenór,“ heldur Gunnsteinn áfram og nefnir líka þær Júlíu Traustadóttur og Hildi Heimisdóttur sem syngja íslensk þjóðlög og leika undir á langspil. „Hildur er útlærður sellóleikari og ég held að hún sé fyrsta stúlkan sem leggur fyrir sig á unga aldri að spila á langspil. Það er gaman að fylgjast með því.“ Eitt af atriðum hátíðarinnar er þjóðlagaakademía. Það eru háskólanámskeið sem erlendir gestir koma á og Gunnsteinn segir að þeir verði líka með áhugaverða tónleika. Hann tekur fram að það sem hér hefur verið nefnt sé bara brot af því sem í boði sé. „Mér telst til að atriðin á hátíðinni séu 24, segir hann og nefnir að síðustu lokatónleikana þann 7. júlí með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, þar sem frumflutt verður nýtt verk eftir Huga Guðmundsson og Hnotubrjóturinn er á dagskrá. „Að þeim tónleikum loknum verður afhjúpaður minnisvarði um Bjarna Þorsteinsson þjóðlagasafnara fyrir utan Siglufjarðarkirkju,“ segir Gunnsteinn. „Bjarni bjó alla tíð hér á Siglufirði og lét eftir sig mikinn arf sem við byggjum á.“
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira