Anna Claessen lifir drauminn í Hollywood Hanna Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2013 08:00 Anna Claessen ásamt eiginmanni sínum Dan Zerin. Saman mynda þau hljómsveitina Anna and the Bells. Söngkonan Anna Claessen ákvað að fylgja draumum sínum fyrir tveimur árum síðan og fluttist til Hollywood. Þar stundaði hún nám í tónsmíðum og söng við Musicians Institute. Á meðan á náminu stóð kynntist hún eiginmanni sínum, gítarleikaranum Dan Zerin, en þau giftu sig í mars síðastliðnum. Parið kynntist í röð fyrir utan tökuver The Jimmy Kimmel Show, en svo skemmtilega vildi til að Zerin var nemandi í sama skóla og Anna. Anna og eiginmaður hennar búa nú saman í Hollywood og hafa stofnað hljómsveitina Anna and the Bells. „Við stofnuðum hljómsveitina á síðasta ári og höfum síðan þá spilað í House of Blues í West Hollywood og í skólanum okkar. Hann semur tónlistina og ég sem textana. Við spilum sálarrokk, blöndu af motown og 70"s rokki. Við förum í raun í gegnum alla rokksöguna í lögunum okkar,“ segir Anna. Þessa dagana standa þau fyrir fjáröflun þar sem þau hafa í hyggju að gefa út sína fyrstu breiðskífu sem og tónlistarmyndband. „Okkur langar að gefa út metnaðarfulla plötu í fullri lengd og vandað myndband sem hægt er að sýna í sjónvarpi. Á meðan við vorum í námi fengum við oft vini og kunningja til að hjálpa okkur og fórum ódýrari leiðir. Núna erum við fagfólk og viljum leggja meiri metnað í hlutina.“Hér má sjá mann klæðast jakkanáttfötunum umræddu.Anna segir að allir þeir sem leggi hljómsveitinni lið fái eitthvað í staðinn, en það fari eftir upphæðinni hvað það er. Til að mynda fái þeir sem styrkja hljómsveitina um 10 dollara áritað póstkort frá hljómsveitinni en þeir sem leggja fram 150 dollara fá að koma fram sem aukaleikarar í væntanlegu tónlistarmyndbandi með hljómsveitinni. „Við lögðum mikið á okkur að hafa flottar vörur handa fólki sem leggur okkur lið,“ segir Anna að lokum. Hægt er að styrkja Anna and the Bells með því að smella hér.Klæðist suitjamas á tónleikumAð sögn Önnu klæðist eiginmaður hennar jakkafötum sem kallast suitjamas þegar hljómsveitin kemur fram á tónleikum. Jakkafötin urðu þekkt eftir að Barney Stinson, sem Neil Patrick Harris leikur í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Mother, klæddist þeim í einum þáttanna. „Dan klæðist suitjamas á öllum okkar tónleikum. Núna er hann víst á „Celebrity Wall“ hjá fyrirtækinu og hangir við hliðina á engum öðrum en Barney sjálfum. Svo Íslendingar geta stutt gott málefni og verið legen... wait for it.. DARY,“ segir Anna. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Söngkonan Anna Claessen ákvað að fylgja draumum sínum fyrir tveimur árum síðan og fluttist til Hollywood. Þar stundaði hún nám í tónsmíðum og söng við Musicians Institute. Á meðan á náminu stóð kynntist hún eiginmanni sínum, gítarleikaranum Dan Zerin, en þau giftu sig í mars síðastliðnum. Parið kynntist í röð fyrir utan tökuver The Jimmy Kimmel Show, en svo skemmtilega vildi til að Zerin var nemandi í sama skóla og Anna. Anna og eiginmaður hennar búa nú saman í Hollywood og hafa stofnað hljómsveitina Anna and the Bells. „Við stofnuðum hljómsveitina á síðasta ári og höfum síðan þá spilað í House of Blues í West Hollywood og í skólanum okkar. Hann semur tónlistina og ég sem textana. Við spilum sálarrokk, blöndu af motown og 70"s rokki. Við förum í raun í gegnum alla rokksöguna í lögunum okkar,“ segir Anna. Þessa dagana standa þau fyrir fjáröflun þar sem þau hafa í hyggju að gefa út sína fyrstu breiðskífu sem og tónlistarmyndband. „Okkur langar að gefa út metnaðarfulla plötu í fullri lengd og vandað myndband sem hægt er að sýna í sjónvarpi. Á meðan við vorum í námi fengum við oft vini og kunningja til að hjálpa okkur og fórum ódýrari leiðir. Núna erum við fagfólk og viljum leggja meiri metnað í hlutina.“Hér má sjá mann klæðast jakkanáttfötunum umræddu.Anna segir að allir þeir sem leggi hljómsveitinni lið fái eitthvað í staðinn, en það fari eftir upphæðinni hvað það er. Til að mynda fái þeir sem styrkja hljómsveitina um 10 dollara áritað póstkort frá hljómsveitinni en þeir sem leggja fram 150 dollara fá að koma fram sem aukaleikarar í væntanlegu tónlistarmyndbandi með hljómsveitinni. „Við lögðum mikið á okkur að hafa flottar vörur handa fólki sem leggur okkur lið,“ segir Anna að lokum. Hægt er að styrkja Anna and the Bells með því að smella hér.Klæðist suitjamas á tónleikumAð sögn Önnu klæðist eiginmaður hennar jakkafötum sem kallast suitjamas þegar hljómsveitin kemur fram á tónleikum. Jakkafötin urðu þekkt eftir að Barney Stinson, sem Neil Patrick Harris leikur í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Mother, klæddist þeim í einum þáttanna. „Dan klæðist suitjamas á öllum okkar tónleikum. Núna er hann víst á „Celebrity Wall“ hjá fyrirtækinu og hangir við hliðina á engum öðrum en Barney sjálfum. Svo Íslendingar geta stutt gott málefni og verið legen... wait for it.. DARY,“ segir Anna.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira