Menning

Heilsuréttir vinsælir hjá þjóðinni

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Nýir heilsuréttir fjölskyldunnar, eftir Berglindi Sigmarsdóttur, er söluhæsta bókin á Íslandi um þessar mundir samkvæmt bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Bókin kom út fyrr í mánuðinum í framhaldi af metsölubókinni Heilsuréttir fjölskyldunnar sem varð ein söluhæsta bók síðasta árs. 

Annars eru orðabækur og kjörbækur menntaskólanema áberandi á listanum. Úrvalið er fjölbreytt og má sjá bækur eftir jafn ólíka höfunda og Jón Gnarr, Jón Kalman Stefánsson, Sólveigu Pálsdóttur og Stefán Mána á kiljulistanum. 

Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, segir í tilkynningu að ánægjulegt sé að sjá hversu fjölbreytt val lestrarefnis kennarar bjóða nemendum upp á í bland við fasta kjarna eins og Íslendingasögurnar og Halldór Laxness. 

Bóksölulisti Félags íslenskra bókaútgefenda. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×