Kvikmyndaleikstjórinn Hannes Þór í viðtali hjá Sports Illustrated Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2013 15:57 Hannes Þór Halldórsson fagnar með íslenska landsliðinu. Mynd/AFP „Hannes Þór Halldórsson er fótboltamarkvörður. Hann er einnig kvikmyndaleikstjóri." Svona byrjar greinin um íslenska landsliðsmarkvörðinn á heimasíðu bandaríska blaðsins Sports Illustrated sem er eitt það þekktasta í heimi. Sports Illustrated segir Hannes dæmi um fegurðina við undankeppni HM þar sem atvinnumenn mæta áhugamönnum og alla dreymir um að upplifa það að spila á HM í fótbolta. Hannes verður í marki íslenska landsliðsins í kvöld á móti Króatíu á hinum ógnvænlega Maksimir-leikvangi eins og blaðamaður Sports Illustrated orðar það. Viðtalið við Hannes í Sports Illustrated snýst þó að mestu um að gera grein fyrir aðalstarfi hans sem er að leikstýra og búa til stuttmyndir, auglýsingar, myndbönd og kvikmyndir. „Ég myndi segja að aðalstarfið mitt sé kvikmyndagerð og þar afla ég stærsta hluta af tekna minna en ég reyni samt að láta þetta passa allt saman. Það er krefjandi starf að vera kvikmyndagerðamaður og svo fer ég á æfingar eftir vinnu," segir Hannes í viðtalinu. Hannes segir sig hafa dreymt um það að ná langt á báðum sviðum en hann gerði síðan fyrstu stuttmynd þegar hann var aðeins tólf ára gamall. Í greininni kemur einnig fram að Hannes hafi leikstýrt myndbandinu við framlag Íslands í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva árið 2012 og að hann hafi gert auglýsingu með íslenska landsliðinu í aðalhlutverki. Það er hægt að sjá myndbandið við lag Grétu Salóme og Jónsa hér fyrir neðan sem og auglýsingu Icelandair með íslenska fótboltalandsliðunum. Hannes er að vinna að fyrstu stóru kvikmyndinni sinni. „Hún er búin að vera lengi í bígerð og ég er enn að þróa handritið. Það er draumur minn að gera eina stóra kvikmynd áður en ég hætti í fótboltanum," sagði Hannes sem ætlar að gera eins ákveðna kvikmynd áður en skórnir og hanskarnir fara upp á hillu. „Ég ætla að gera hryllingsmynd. Ekki mynd um uppvakninga heldur meira yfirnáttúrlega drauga-spennumynd sem gerist á afskertum stað á Íslandi," segir Hannes en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
„Hannes Þór Halldórsson er fótboltamarkvörður. Hann er einnig kvikmyndaleikstjóri." Svona byrjar greinin um íslenska landsliðsmarkvörðinn á heimasíðu bandaríska blaðsins Sports Illustrated sem er eitt það þekktasta í heimi. Sports Illustrated segir Hannes dæmi um fegurðina við undankeppni HM þar sem atvinnumenn mæta áhugamönnum og alla dreymir um að upplifa það að spila á HM í fótbolta. Hannes verður í marki íslenska landsliðsins í kvöld á móti Króatíu á hinum ógnvænlega Maksimir-leikvangi eins og blaðamaður Sports Illustrated orðar það. Viðtalið við Hannes í Sports Illustrated snýst þó að mestu um að gera grein fyrir aðalstarfi hans sem er að leikstýra og búa til stuttmyndir, auglýsingar, myndbönd og kvikmyndir. „Ég myndi segja að aðalstarfið mitt sé kvikmyndagerð og þar afla ég stærsta hluta af tekna minna en ég reyni samt að láta þetta passa allt saman. Það er krefjandi starf að vera kvikmyndagerðamaður og svo fer ég á æfingar eftir vinnu," segir Hannes í viðtalinu. Hannes segir sig hafa dreymt um það að ná langt á báðum sviðum en hann gerði síðan fyrstu stuttmynd þegar hann var aðeins tólf ára gamall. Í greininni kemur einnig fram að Hannes hafi leikstýrt myndbandinu við framlag Íslands í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva árið 2012 og að hann hafi gert auglýsingu með íslenska landsliðinu í aðalhlutverki. Það er hægt að sjá myndbandið við lag Grétu Salóme og Jónsa hér fyrir neðan sem og auglýsingu Icelandair með íslenska fótboltalandsliðunum. Hannes er að vinna að fyrstu stóru kvikmyndinni sinni. „Hún er búin að vera lengi í bígerð og ég er enn að þróa handritið. Það er draumur minn að gera eina stóra kvikmynd áður en ég hætti í fótboltanum," sagði Hannes sem ætlar að gera eins ákveðna kvikmynd áður en skórnir og hanskarnir fara upp á hillu. „Ég ætla að gera hryllingsmynd. Ekki mynd um uppvakninga heldur meira yfirnáttúrlega drauga-spennumynd sem gerist á afskertum stað á Íslandi," segir Hannes en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira