Menning

Fær ekki að hætta

Símon Birgisson skrifar
Arnar Jónsson í sveinsstyki
Einleikur hans á stóra sviði þjóðleikhússins hefur slegið í gegn.
Fréttablaðið/Daníel
Arnar Jónsson í sveinsstyki Einleikur hans á stóra sviði þjóðleikhússins hefur slegið í gegn. Fréttablaðið/Daníel
Einleikur Arnars Jónssonar á stóra sviði Þjóðleikhússins, Sveinsstykki, hefur hlotið lofsamlega dóma og góðar viðtökur áhorfenda. Í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu segir að með sýningunni kveðji Arnar Þjóðleikhúsið formlega eftir 40 ára farsælan feril við leikhúsið. „Áhorfendur eru þó ekki á því að leyfa Arnari að hætta að leika og bæta hefur þurft við aukasýningum á þessari mögnuðu sýningu.“



Sveinsstykki er eftir Þorvald Þorsteinsson, sem lést fyrir aldur fram á árinu, og fjallar um mann sem æfir hátíðarræðu á starfsafmæli sínu en kemst að því að líf hans er allt ein samfelld lygi. Í dómi Jóns Viðars Jónssonar í Fréttablaðinu um verkið sagði hann: „Enginn nema leikari á borð við Arnar gæti haldið manni við slíkt efni í heilar níutíu mínútur, en það gerir hann vitaskuld svo vel að hvergi verður að fundið. Mannlýsingin öll heilsteypt og þétt, smáatriðin jafn þaulunnin og heildarbyggingin, blæbrigði eins fjölbreytt og hugsast getur.“

Aukasýningarnar eru þann 5. og 15. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.