„Það er áfall að fá þessar fréttir“ Boði Logason skrifar 27. nóvember 2013 13:08 Sjónvarpsmaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson hefur starfað í Kastljósinu síðustu þrjú ár. „Það er áfall að fá þessar fréttir sem ég og tugir annarra starfsmanna RÚV fá í dag,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, sjónvarpsmaður, sem var í dag sagt upp störfum á Ríkissjónvarpinu. Hann hefur starfað í Kastljósinu síðustu þrjú ár við dagskrágerð.Í pistli á vefsíðu sinni í dag segir Jóhannes að tíminn hjá RÚV hafi verið verið frábær. Fyrsta málið hans hjá Kastljósinu hafi verið mjög persónulegt, þar sem hann fjallaði um dauða dóttur sinnar. Í framhaldinu hafi hann fjallað um myrkan heim læknadópsins. Þá segist hann einnig hafa unnið að fleiri málum sem hafa breytt samfélaginu. „Og í mínum huga á blaðamennska að snúast um það - að benda á hluti sem betur mega fara, benda á spillingu, afhjúpa ljótu málin og vera tengiliður fólksins sem eiga sér enga málsvara - gerast málsvari þeirra og leita svara í kerfi sem veitir þessu fólki ekki rétta þjónustu," ritar Jóhannes. Segir hann að síðustu 10 ár hafi hann verið að þjálfa sjálfan sig upp í rannsóknarblaðamennsku, sem hann segir vera eitt mikilvægasta verkefnið í lýðræðissamfélagi. „Frábæru fyrrum samstarfsmenn RÚV. Ég kveð ykkur öll með trega og það hefur verið sannur heiður að vinna með ykkur þennan tíma. Í hverju horni stofnunarinnar er frábært starfsfólk sem hefur það eina markmið að koma efni til almennings í hvaða formi sem það er. Ég veit að þessi blóðtaka RÚV núna mun bitna mjög mikið á stofnuninni og framtíð hennar. Og ég er ansi hræddur um að enn erfiðara verði að sinna rannsóknarblaðamennsku. Á þessum tímamótum er framtíð mín óráðin að sjálfsögðu. Ég fer hinsvegar frá RÚV með stór mál sem ég hef verið með í undirbúningi í langan tíma. Sum eru komin stutt á veg – önnur lengra. Verkefnið næstu vikurnar verður að klára málin og finna þeim farveg þannig að almenningur fái upplýsingarnar,“ segir hann. Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
„Það er áfall að fá þessar fréttir sem ég og tugir annarra starfsmanna RÚV fá í dag,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, sjónvarpsmaður, sem var í dag sagt upp störfum á Ríkissjónvarpinu. Hann hefur starfað í Kastljósinu síðustu þrjú ár við dagskrágerð.Í pistli á vefsíðu sinni í dag segir Jóhannes að tíminn hjá RÚV hafi verið verið frábær. Fyrsta málið hans hjá Kastljósinu hafi verið mjög persónulegt, þar sem hann fjallaði um dauða dóttur sinnar. Í framhaldinu hafi hann fjallað um myrkan heim læknadópsins. Þá segist hann einnig hafa unnið að fleiri málum sem hafa breytt samfélaginu. „Og í mínum huga á blaðamennska að snúast um það - að benda á hluti sem betur mega fara, benda á spillingu, afhjúpa ljótu málin og vera tengiliður fólksins sem eiga sér enga málsvara - gerast málsvari þeirra og leita svara í kerfi sem veitir þessu fólki ekki rétta þjónustu," ritar Jóhannes. Segir hann að síðustu 10 ár hafi hann verið að þjálfa sjálfan sig upp í rannsóknarblaðamennsku, sem hann segir vera eitt mikilvægasta verkefnið í lýðræðissamfélagi. „Frábæru fyrrum samstarfsmenn RÚV. Ég kveð ykkur öll með trega og það hefur verið sannur heiður að vinna með ykkur þennan tíma. Í hverju horni stofnunarinnar er frábært starfsfólk sem hefur það eina markmið að koma efni til almennings í hvaða formi sem það er. Ég veit að þessi blóðtaka RÚV núna mun bitna mjög mikið á stofnuninni og framtíð hennar. Og ég er ansi hræddur um að enn erfiðara verði að sinna rannsóknarblaðamennsku. Á þessum tímamótum er framtíð mín óráðin að sjálfsögðu. Ég fer hinsvegar frá RÚV með stór mál sem ég hef verið með í undirbúningi í langan tíma. Sum eru komin stutt á veg – önnur lengra. Verkefnið næstu vikurnar verður að klára málin og finna þeim farveg þannig að almenningur fái upplýsingarnar,“ segir hann.
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira