Seldi Adam Sandler handrit að bíómynd Álfrún Pálsdóttir skrifar 24. janúar 2013 07:00 Adam Sandler hefur keypt kvikmyndahandrit Gests Vals Svanssonar en samningar voru undirritaðir í gær. Vinnuheiti myndarinnar er The Last Orgasm og er fyrsta kvikmynd Gests í fullri lengd. Fréttablaðið/anton „Það má segja að ég byrji á toppnum enda er þetta draumur að rætast," segir kvikmyndagerðamaðurinn Gestur Valur Svansson sem hefur selt sína fyrstu bíómynd í fullri lengd til Hollywood. Það er enginn annar en gamanleikarinn Adam Sandler sem keypti handritið af Gesti en samningar voru undirritaðir í gær. Myndin ber vinnuheitið The Last Orgasm, en samkvæmt samningum má Gestur ekki tjá sig nánar um söguþráð myndarinnar. Hann náði fyrst sambandi við Sandler fyrir þremur árum. „Til að gera langa sögu stutta þá komst ég yfir tölvupóstfangið hans Sandlers gegnum þriðja aðila árið 2010 og við byrjuðum að standa í tölvupóstsamskiptum," segir Gestur. Hann hitti svo leikarann er hann var í Los Angeles vorið 2010 að heimsækja vin sinn, danska leikarann Casper Christiansen úr Klovn-þáttunum. „Ég fór á fundinn ásamt Casper, en báðir vorum við með þrjár hugmyndir hvor til að kynna fyrir Sandler. Sá fundur gekk ágætlega en honum leist best á eina hugmynd hjá mér sem hann bað mig um að þróa áfram." Gestur þróaði hugmyndina meðfram öðrum verkefnum og fékk svo póst frá Sandler í haust. „Hann spurði hvernig gengi og ég bara dreif mig í að klára og sendi svokallaða handritsbók, eða 15 til 20 blaðsíðna handrit, til hans. Ég fékk viðbrögð um leið þar sem hann var yfir sig hrifinn og bað mig um að koma strax út," segir Gestur sem fór út í byrjun desember þar sem samningar voru teiknaðir upp. Gestur sér sjálfur um að skrifa handritið ásamt einhverjum meðhöfundum frá Hollywood, svo hann mun sitja sveittur við lyklaborðið næstu mánuði. Gestur hefur fengið vinnuaðstöðu hjá Casper í Kaupmannahöfn. „Ég er með svo mikinn athyglisbrest að ég verð að vinna eftir markvissu plani og láta halda mér við efnið. Ég er mjög sáttur við samninginn og mitt hlutfall þó að ég vilji ekki nefna neinar upphæðir. Aðalatriðið er að myndin falli í góðan jarðveg, enda er þetta gríðarlegt tækifæri fyrir mig að komast að í þessum stóra kvikmyndaheimi," segir Gestur. Hann sér þó ekki fyrir sér að setjast að í Hollywood í framhaldinu. „Nei, það er alltof stórt og mikið. Í mesta lagi myndi ég flytja til Danmerkur." Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það má segja að ég byrji á toppnum enda er þetta draumur að rætast," segir kvikmyndagerðamaðurinn Gestur Valur Svansson sem hefur selt sína fyrstu bíómynd í fullri lengd til Hollywood. Það er enginn annar en gamanleikarinn Adam Sandler sem keypti handritið af Gesti en samningar voru undirritaðir í gær. Myndin ber vinnuheitið The Last Orgasm, en samkvæmt samningum má Gestur ekki tjá sig nánar um söguþráð myndarinnar. Hann náði fyrst sambandi við Sandler fyrir þremur árum. „Til að gera langa sögu stutta þá komst ég yfir tölvupóstfangið hans Sandlers gegnum þriðja aðila árið 2010 og við byrjuðum að standa í tölvupóstsamskiptum," segir Gestur. Hann hitti svo leikarann er hann var í Los Angeles vorið 2010 að heimsækja vin sinn, danska leikarann Casper Christiansen úr Klovn-þáttunum. „Ég fór á fundinn ásamt Casper, en báðir vorum við með þrjár hugmyndir hvor til að kynna fyrir Sandler. Sá fundur gekk ágætlega en honum leist best á eina hugmynd hjá mér sem hann bað mig um að þróa áfram." Gestur þróaði hugmyndina meðfram öðrum verkefnum og fékk svo póst frá Sandler í haust. „Hann spurði hvernig gengi og ég bara dreif mig í að klára og sendi svokallaða handritsbók, eða 15 til 20 blaðsíðna handrit, til hans. Ég fékk viðbrögð um leið þar sem hann var yfir sig hrifinn og bað mig um að koma strax út," segir Gestur sem fór út í byrjun desember þar sem samningar voru teiknaðir upp. Gestur sér sjálfur um að skrifa handritið ásamt einhverjum meðhöfundum frá Hollywood, svo hann mun sitja sveittur við lyklaborðið næstu mánuði. Gestur hefur fengið vinnuaðstöðu hjá Casper í Kaupmannahöfn. „Ég er með svo mikinn athyglisbrest að ég verð að vinna eftir markvissu plani og láta halda mér við efnið. Ég er mjög sáttur við samninginn og mitt hlutfall þó að ég vilji ekki nefna neinar upphæðir. Aðalatriðið er að myndin falli í góðan jarðveg, enda er þetta gríðarlegt tækifæri fyrir mig að komast að í þessum stóra kvikmyndaheimi," segir Gestur. Hann sér þó ekki fyrir sér að setjast að í Hollywood í framhaldinu. „Nei, það er alltof stórt og mikið. Í mesta lagi myndi ég flytja til Danmerkur."
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira