Feðgar vilja byggja tíu hótel Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. janúar 2013 06:00 Hreiðar og Hermann Sonur hans Hermann Hreiðarsson knattspyrnumaður og faðir hans Hreiðar Hermannsson trúa á áframhaldandi vöxt í ferðaiðnaði og hyggjast reisa tíu hótel með samtals 1.001 herbergi. Áætlaður kostnaður er sex milljarðar króna. „Þetta lítur sífellt betur út eftir því sem maður fær meiri upplýsingar," segir Hreiðar Hermannsson, hjá félaginu Stracta Construction, sem áformar að reisa tíu hótel hérlendis með samtals 1.001 herbergi. Eigandi Stracta með Hreiðari er Hermann sonur hans, knattspyrnumaður úr Vestmannaeyjum. Að sögn Hreiðars eru staðirnir í kortunum hjá þeim feðgum Hveragerði, Stokkseyri eða Eyrarbakki, Reykholt, Hella, Hvolsvöllur, Vestmannaeyjar, Vík, Skaftafell, Austurland, Húsavík og Stykkishólmur. Lengst séu málin komin á Hellu, þar sem félagið hafi þegar fengið lóð norðan við Gaddstaðaflatir. Framvindan hangi á því hvar og hvenær byggingarlóðir fáist. „Maður þykist góður ef það nást tvö, hugsanlega þrjú hótel í gang á þessu ári en væntanlega verður allt tilbúið að vori 2014," segir Hreiðar, sem kveður sveitarfélögin áhugasöm. „Menn sjá að í kringum hvert hótel eru jafnvel 30 til 35 fastir starfsmenn." Hreiðar segir samanlögðum gistinóttum í heilsárshótelum og í sumargistingu hafa fjölgað um meira en 300 þúsund í fyrra og að þær hafi farið yfir tvær milljónir. „Og spáin er bara eins áfram," segir hann. Hreiðar er húsasmíðameistari en kveðst hafa verið í gistirekstri á Spáni, í Danmörku og á Akureyri. Samfara hótelrekstrinum hér segir hann að rekin verði ferðaskrifstofan 1001 nótt sem markaðssetji hótelin erlendis. Þau verði þriggja stjörnu heilsárshótel sem miði á millistéttina og verði rekin undir nafninu Stracta Hotel Group. Hreiðar segir ætlunina að gestir geti dvalið á hverju hóteli í þrjá til sex daga og sótt sér afþreyingu þaðan. „Þetta er byggt á því að fólk stoppi ekki bara eina nótt, það skiptir höfuðmáli," segir hann. Aðspurður segir Hreiðar byggingarkostnað nú gróflega áætlaðan um sex milljónir króna á hvert herbergi, eða um sex milljarðar alls. Verkefnið muni njóta hagkvæmni stærðarinnar. Varðandi framtíðarhorfur vísar hann í stöðuna á markaðnum. „Það er allt stopp frá Reykjavík og austur fyrir Hornafjörð – þar er ekkert laust herbergi til yfir sumartímann. Það er ekki hægt að fjölga ferðamönnum úti á landi nema fjölga hótelum." Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Hermann Hreiðarsson knattspyrnumaður og faðir hans Hreiðar Hermannsson trúa á áframhaldandi vöxt í ferðaiðnaði og hyggjast reisa tíu hótel með samtals 1.001 herbergi. Áætlaður kostnaður er sex milljarðar króna. „Þetta lítur sífellt betur út eftir því sem maður fær meiri upplýsingar," segir Hreiðar Hermannsson, hjá félaginu Stracta Construction, sem áformar að reisa tíu hótel hérlendis með samtals 1.001 herbergi. Eigandi Stracta með Hreiðari er Hermann sonur hans, knattspyrnumaður úr Vestmannaeyjum. Að sögn Hreiðars eru staðirnir í kortunum hjá þeim feðgum Hveragerði, Stokkseyri eða Eyrarbakki, Reykholt, Hella, Hvolsvöllur, Vestmannaeyjar, Vík, Skaftafell, Austurland, Húsavík og Stykkishólmur. Lengst séu málin komin á Hellu, þar sem félagið hafi þegar fengið lóð norðan við Gaddstaðaflatir. Framvindan hangi á því hvar og hvenær byggingarlóðir fáist. „Maður þykist góður ef það nást tvö, hugsanlega þrjú hótel í gang á þessu ári en væntanlega verður allt tilbúið að vori 2014," segir Hreiðar, sem kveður sveitarfélögin áhugasöm. „Menn sjá að í kringum hvert hótel eru jafnvel 30 til 35 fastir starfsmenn." Hreiðar segir samanlögðum gistinóttum í heilsárshótelum og í sumargistingu hafa fjölgað um meira en 300 þúsund í fyrra og að þær hafi farið yfir tvær milljónir. „Og spáin er bara eins áfram," segir hann. Hreiðar er húsasmíðameistari en kveðst hafa verið í gistirekstri á Spáni, í Danmörku og á Akureyri. Samfara hótelrekstrinum hér segir hann að rekin verði ferðaskrifstofan 1001 nótt sem markaðssetji hótelin erlendis. Þau verði þriggja stjörnu heilsárshótel sem miði á millistéttina og verði rekin undir nafninu Stracta Hotel Group. Hreiðar segir ætlunina að gestir geti dvalið á hverju hóteli í þrjá til sex daga og sótt sér afþreyingu þaðan. „Þetta er byggt á því að fólk stoppi ekki bara eina nótt, það skiptir höfuðmáli," segir hann. Aðspurður segir Hreiðar byggingarkostnað nú gróflega áætlaðan um sex milljónir króna á hvert herbergi, eða um sex milljarðar alls. Verkefnið muni njóta hagkvæmni stærðarinnar. Varðandi framtíðarhorfur vísar hann í stöðuna á markaðnum. „Það er allt stopp frá Reykjavík og austur fyrir Hornafjörð – þar er ekkert laust herbergi til yfir sumartímann. Það er ekki hægt að fjölga ferðamönnum úti á landi nema fjölga hótelum."
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira