Menning

Tríó Kalinka í Háteigskirkju

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Tríó Kalinka Jónas Ásgeir, Gerður Bolladóttir og Marina Shulmina koma fram saman í Háteigskirkju.
Tríó Kalinka Jónas Ásgeir, Gerður Bolladóttir og Marina Shulmina koma fram saman í Háteigskirkju.
Tríó Kalinka kemur fram á hádegistónleikunum í Háteigskirkju á morgun. Tríóið skipa við það tækifæri Gerður Bolladóttir sópran, Marina Shulmina sem leikur á rússneska hljóðfærið domra og einnig Jónas Ásgeir Ásgeirsson sem leysir Helgu Kristbjörgu Guðmundsdóttur af á harmonikunni.



„Domra er mjög sérstakt þriggja strengja rússneskt hljóðfæri sem er sjaldgæft hér á Íslandi. Það og harmonikan mynda ótrúlega flottan tón saman og gera það að verkum að allur flutningur okkar verður með rússnesku ívafi, jafnvel á íslenskum sönglögum eftir Þórarin Guðmundsson og Karl O. Runólfsson,“ segir söngkonan Gerður. Á dagskránni verða líka rússnesk þjóðlög og fjörugir dansar og rómansar bæði frá Íslandi og Rússlandi að hennar sögn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×