Sport

Þegar Arna Stefanía klæddi Björgu úr skónum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Í boðhlaupi í frjálsum íþróttum skiptir afhending keflisins miklu máli. Það sannaðist á Norðurlandamóti 19 ára og yngri í Finnlandi í sumar.

Ísland hafði á að skipa öflugri sveit sem var í hörkubaráttu um gullverðlaun við sænsku sveitina og þá finnsku. Arnar Stefanía Guðmundsdóttir hljóp fyrsta legginn og var með forystu þegar kom að því að afhenda Björgu Gunnarsdóttur keflið.

Keflið fór handanna á milli áfallalaust en hins vegar steig Arna Stefanía óvart aftan á hæl Bjargar með þeim afleiðingum að skórinn fór af. Því var lítið annað fyrir Björgu að gera en að hlaupa 400 metrana án skós á vinstri fæti.

Dóróthea Jóhannesdóttir og Aníta Hinriksdóttir hlupu hring þrjú og fjögur og komu í mark á tímanum 3:46;28 mínútur sem er Íslandsmet í aldursflokknum. Svíar voru 46/100 á undan íslensku sveitinni.

Frjálsíþróttavefurinn Silfrið hefur birt myndband af hlaupinu. Það má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×