Krefst milljóna fyrir handtökur við sendiráð Stígur Helgason skrifar 12. september 2013 07:00 Lárus brá sér enn á ný á Laufásveginn í gær og sat fyrir á mynd ofan á blómakerjunum umdeildu, undir vökulum augum sendiráðsvarðanna. Fréttablaðið/Vilhelm Lárus Páll Birgisson sjúkraliði hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu tveggja og hálfrar milljónar króna í skaðabætur vegna þess að lögregla handtók hann í tvígang fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg, fyrst í október 2009 og síðan í nóvember 2010. Bæði atvikin leiddu til dóms yfir Lárusi fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Í fyrra skiptið var honum ekki gerð sérstök refsing en þurfti að greiða 200 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda síns. Í það síðara varði hann sig sjálfur en var refsað með 50 þúsund króna sekt. Hvorugu málinu gat hann áfrýjað til Hæstaréttar vegna þess hversu lítil refsingin var. Lárus Páll viðurkennir að hann hafi sannarlega óhlýðnast lögreglu þegar hún skipaði honum að færa sig þar sem hann stóð í bæði skiptin innan við blómaker fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg og mótmælti þar stríðsrekstri Bandaríkjanna á friðsamlegan hátt, í fyrra skiptið í félagi við aðra en í síðara skiptið einn með skilti sem á stóð „Elskum friðinn“. Lárus telur hins vegar að málið snúist um það hvort fyrirmælin sem hann óhlýðnaðist hafi verið lögleg eða ekki. „Það hefur aldrei verið tekið á því fyrir dómstólum,“ segir Lárus. „Má lögreglan segja fólki sem viðhefur tjáningu á almannafæri bara að fara? Ef þú neitar að hlýða lögreglunni ertu að brjóta lög sama hvaða fyrirmæli hún gefur þér. Það er ekki þannig að þú sért saklaus ef fyrirmælin eru ólögleg – það vantar alveg,“ bætir hann við. Í stefnunni, sem Katrín Oddsdóttir, lögmaður Lárusar, lagði fram í apríl, segir meðal annars að Lárus hafi ekki verið innan lóðamarka sendiráðsins við mótmælin, athafnir hans í borgarlandinu hafi ekki á nokkurn hátt brotið gegn lögum eða reglum. Þess vegna hafi lögreglan ekki haft neina lögmæta ástæðu til að skipa honum að færa sig og meint brot hans, að óhlýðnast fyrirmælunum, hafi því verið bein afleiðing af ólöglegum athöfnum lögreglumannanna. „Stefnandi er mikill baráttumaður fyrir bættum heimi og hefur í fjölda ára mótmælt stríðsrekstri með ýmsum hætti. Hann mun ekki leggja árar í bát fyrr en hann fær réttláta málsmeðferð og ef það krefst úrlausnar fyrir æðsta dómstól landsins eða eftir atvikum mannréttindadómstól Evrópu, um það hvort hann hafi átt rétt á að mótmæla með fyrrgreindum hætti fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna, þá mun hann ekki láta það aftra sér,“ segir í stefnunni. Honum hafi verið nauðugur einn sá kostur að höfða einkamál í þessu skyni, fyrst hann hafi ekki fengið að áfrýja hinum dómunum þrátt fyrir beiðni þar um. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira
Lárus Páll Birgisson sjúkraliði hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu tveggja og hálfrar milljónar króna í skaðabætur vegna þess að lögregla handtók hann í tvígang fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg, fyrst í október 2009 og síðan í nóvember 2010. Bæði atvikin leiddu til dóms yfir Lárusi fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Í fyrra skiptið var honum ekki gerð sérstök refsing en þurfti að greiða 200 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda síns. Í það síðara varði hann sig sjálfur en var refsað með 50 þúsund króna sekt. Hvorugu málinu gat hann áfrýjað til Hæstaréttar vegna þess hversu lítil refsingin var. Lárus Páll viðurkennir að hann hafi sannarlega óhlýðnast lögreglu þegar hún skipaði honum að færa sig þar sem hann stóð í bæði skiptin innan við blómaker fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg og mótmælti þar stríðsrekstri Bandaríkjanna á friðsamlegan hátt, í fyrra skiptið í félagi við aðra en í síðara skiptið einn með skilti sem á stóð „Elskum friðinn“. Lárus telur hins vegar að málið snúist um það hvort fyrirmælin sem hann óhlýðnaðist hafi verið lögleg eða ekki. „Það hefur aldrei verið tekið á því fyrir dómstólum,“ segir Lárus. „Má lögreglan segja fólki sem viðhefur tjáningu á almannafæri bara að fara? Ef þú neitar að hlýða lögreglunni ertu að brjóta lög sama hvaða fyrirmæli hún gefur þér. Það er ekki þannig að þú sért saklaus ef fyrirmælin eru ólögleg – það vantar alveg,“ bætir hann við. Í stefnunni, sem Katrín Oddsdóttir, lögmaður Lárusar, lagði fram í apríl, segir meðal annars að Lárus hafi ekki verið innan lóðamarka sendiráðsins við mótmælin, athafnir hans í borgarlandinu hafi ekki á nokkurn hátt brotið gegn lögum eða reglum. Þess vegna hafi lögreglan ekki haft neina lögmæta ástæðu til að skipa honum að færa sig og meint brot hans, að óhlýðnast fyrirmælunum, hafi því verið bein afleiðing af ólöglegum athöfnum lögreglumannanna. „Stefnandi er mikill baráttumaður fyrir bættum heimi og hefur í fjölda ára mótmælt stríðsrekstri með ýmsum hætti. Hann mun ekki leggja árar í bát fyrr en hann fær réttláta málsmeðferð og ef það krefst úrlausnar fyrir æðsta dómstól landsins eða eftir atvikum mannréttindadómstól Evrópu, um það hvort hann hafi átt rétt á að mótmæla með fyrrgreindum hætti fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna, þá mun hann ekki láta það aftra sér,“ segir í stefnunni. Honum hafi verið nauðugur einn sá kostur að höfða einkamál í þessu skyni, fyrst hann hafi ekki fengið að áfrýja hinum dómunum þrátt fyrir beiðni þar um.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira