Fótbolti

Sigurður Ragnar vill þjálfa enska landsliðið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Ragnar ásamt Katrínu Jónsdóttur, fyrirliða landsliðsins, eftir tapið gegn Svíum í átta liða úrslitum á EM.
Sigurður Ragnar ásamt Katrínu Jónsdóttur, fyrirliða landsliðsins, eftir tapið gegn Svíum í átta liða úrslitum á EM. Mynd/Daníel
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur sótt um starf þjálfara enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.

Sigurður Ragnar staðfestir þetta í samtali við Fótbolta.net. Þar segir hann hafa séð starfið laust til umsóknar og ákveðið að sækja um.

Hope Powell var sagt upp störfum hjá liðinu í kjölfar slæms gengis á Evrópumóti kvennalandsliða í sumar. Powell hafði þjálfað liðið í heil fimmtán ár.

Sigurður Ragnar, sem þjálfaði kvennalandslið Íslands frá árinu 2006 þar til í sumar, telur sig hafa fína ferilská í starfið. Í ljós verði að koma hvort enska knattspyrnusambandið horfi til lítils lands á borð við Ísland eftir þjálfara eða annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×