Ný veglína raskar 6% af Teigsskógi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2013 18:54 Ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, um að reyna að koma Vestfjarðavegi í gegnum Teigsskóg, var fagnað á fundi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Tálknafirði í dag. Vegagerðin ætlar að fara með nýja veglínu í umhverfismat sem gerir ráð fyrir helmingi minna raski á skóginum en áður var áformað. Nýr ráðherra vegamála notaði tækifærið á leið sinni vestur á firði til að sjá með eigin augum hinn umdeilda skóg, sem talinn er víðáttumesti birkiskógur Vestfjarða. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá ráðherrann í fylgd Hreins Haraldssonar vegamálastjóra kynna sér væntanlega veglínu um skóginn. Sennilega kemur það mörgum á óvart hversu lágvaxinn birkiskógurinn er, hæðin trjánna fer víðast hvar ekki mikið yfir einn metra, og Skógrækt ríkisins segir að þar sem birkikjarrið sé hæst sé meðalhæðin um tveir metrar. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að farið verði með nýja veglínu í umhverfismat sem raski sex prósentum af skóglendinu, miðað við að fyrri áform gerðu ráð fyrir að tólf prósent myndu raskast. Talsmaður landeigenda hefur þegar lýst því yfir að áfram verði barist fyrir verndun svæðisins. Fundarmenn á Tálknafirði í dag fögnuði hins vegar með lófaátaki stefnumörkun ráðherrans, að sögn Albertínu Elíasdóttur, formanns Fjórðungssambands Vestfirðinga. Tengdar fréttir Er hlynnt vegi um Teigsskóg "Ég er hlynnt því að leggja veginn hér,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra þegar hún skoðaði sig um í Teigsskógi síðdegis í gær á leið sinni til fundar við Vestfirðinga um samgöngumál. 21. júní 2013 09:00 Leið um Teigsskóg í nýtt umhverfismat Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, er búin að snúa við ákvörðun forvera sín, Ögmundar Jónassonar, um Teigsskóg.. 18. júní 2013 18:55 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira
Ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, um að reyna að koma Vestfjarðavegi í gegnum Teigsskóg, var fagnað á fundi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Tálknafirði í dag. Vegagerðin ætlar að fara með nýja veglínu í umhverfismat sem gerir ráð fyrir helmingi minna raski á skóginum en áður var áformað. Nýr ráðherra vegamála notaði tækifærið á leið sinni vestur á firði til að sjá með eigin augum hinn umdeilda skóg, sem talinn er víðáttumesti birkiskógur Vestfjarða. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá ráðherrann í fylgd Hreins Haraldssonar vegamálastjóra kynna sér væntanlega veglínu um skóginn. Sennilega kemur það mörgum á óvart hversu lágvaxinn birkiskógurinn er, hæðin trjánna fer víðast hvar ekki mikið yfir einn metra, og Skógrækt ríkisins segir að þar sem birkikjarrið sé hæst sé meðalhæðin um tveir metrar. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að farið verði með nýja veglínu í umhverfismat sem raski sex prósentum af skóglendinu, miðað við að fyrri áform gerðu ráð fyrir að tólf prósent myndu raskast. Talsmaður landeigenda hefur þegar lýst því yfir að áfram verði barist fyrir verndun svæðisins. Fundarmenn á Tálknafirði í dag fögnuði hins vegar með lófaátaki stefnumörkun ráðherrans, að sögn Albertínu Elíasdóttur, formanns Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Tengdar fréttir Er hlynnt vegi um Teigsskóg "Ég er hlynnt því að leggja veginn hér,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra þegar hún skoðaði sig um í Teigsskógi síðdegis í gær á leið sinni til fundar við Vestfirðinga um samgöngumál. 21. júní 2013 09:00 Leið um Teigsskóg í nýtt umhverfismat Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, er búin að snúa við ákvörðun forvera sín, Ögmundar Jónassonar, um Teigsskóg.. 18. júní 2013 18:55 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira
Er hlynnt vegi um Teigsskóg "Ég er hlynnt því að leggja veginn hér,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra þegar hún skoðaði sig um í Teigsskógi síðdegis í gær á leið sinni til fundar við Vestfirðinga um samgöngumál. 21. júní 2013 09:00
Leið um Teigsskóg í nýtt umhverfismat Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, er búin að snúa við ákvörðun forvera sín, Ögmundar Jónassonar, um Teigsskóg.. 18. júní 2013 18:55