Kelly-Ann Baptiste, hlaupakona frá Trínidad og Tóbagó, er fallin á lyfjaprófi. Hún hefur yfirgefið herbúðir landsliðs síns á HM í Moskvu sem hófst í morgun.
Baptiste, sem vann bronsverðlaun í 100 metra hlaupi á HM í Suður-Kóreu fyrir tveimur árum, var skráð til leiks í 100, 200 og 4x100 metra hlaupi í Moskvu.
Baptiste á þriðja besta tíma ársins í heiminum, 10,83 sekúndur. Hún var talin líkleg til þess að berjast um verðlaun á heimsmeistaramótinu.
Baptiste hefur æft með Tyson Gay, bandaríska spretthlauparanum, sem hefur fallið á fjölmörgum lyfjaprófum á árinu.
Féll á lyfjaprófi og farin heim
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn



Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti


