Engar forsendur til að leyfa fleiri farþega Jóhannes Stefánsson skrifar 29. júlí 2013 08:00 Rib-bátar eru stundum notaðir til að skoða hvali. „Fyrst og síðast snúast þær reglur sem hér eru virtar um öryggi mannslífa á hafi,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Samgöngustofa segir engar forsendur vera til að rýmka heimildir um fjölda farþega um borð í svokölluðum Rib-slöngubátum. Í bréfi Samgöngustofu til innanríkisráðherra vegna fullyrðinga Rib-safari í Vestmannaeyjum og Gentle Giants á Húsavík um að reglur um farþegafjölda um borð í Rib-bátum væru sérlega íþyngjandi segir að Rib-slöngubátar hafi upphaflega verið framleiddir sem skemmtibátar og leiktæki. Í kjölfarið hafi einhverjir séð möguleika á því að nota „þessi leiktæki“ í atvinnuskyni með því að bjóða upp á „spennusiglingar“. Samgöngustofa segir að öryggi sé ekki tryggt ef fleiri en tólf farþegar eru um borð í bátunum hverju sinni.Þórhildur Elín Elínardóttir Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna gefa lítið fyrir þessi rök Samgöngustofu og segja bátana búna öllum þeim besta öryggisbúnaði sem völ er á til farþegaflutninga, eins og fram kom í helgarblaði Fréttablaðsins. Þórhildur segir könnun Samgöngustofu hafa leitt í ljós að þær reglur sem gilda hér séu þær sömu og á hinum Norðurlöndunum. „Á hinum Norðurlöndunum eru ekki leyfðir fleiri en tólf farþegar í CE-merktum bátum. Til að fá leyfi fyrir fleiri farþegum þurfa bátar að uppfylla þær kröfur sem eru gerðar samkvæmt svokölluðum Norðurlandareglum um vinnubáta,“ segir Þórhildur. „Ferðamenn eiga að geta treyst því að kröfur sem eru gerðar um öryggi þeirra á hafi séu ekki lakari hér en gildir um löndin í kringum okkur,“ bætir hún við. Niðurstaða Samgöngustofnunar er sú að stofnunin geti ekki mælt með rýmkun á þessum reglum af öryggissjónarmiðum. Hvalaskoðunarfyrirtækin sögðust í fyrstu ætla að hætta að taka þátt í björgunaraðgerðum á sjó vegna þessa, en hafa nú sagt að þeim ummælum hafi einungis verið ætlað að hreyfa við ráðherra. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
„Fyrst og síðast snúast þær reglur sem hér eru virtar um öryggi mannslífa á hafi,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Samgöngustofa segir engar forsendur vera til að rýmka heimildir um fjölda farþega um borð í svokölluðum Rib-slöngubátum. Í bréfi Samgöngustofu til innanríkisráðherra vegna fullyrðinga Rib-safari í Vestmannaeyjum og Gentle Giants á Húsavík um að reglur um farþegafjölda um borð í Rib-bátum væru sérlega íþyngjandi segir að Rib-slöngubátar hafi upphaflega verið framleiddir sem skemmtibátar og leiktæki. Í kjölfarið hafi einhverjir séð möguleika á því að nota „þessi leiktæki“ í atvinnuskyni með því að bjóða upp á „spennusiglingar“. Samgöngustofa segir að öryggi sé ekki tryggt ef fleiri en tólf farþegar eru um borð í bátunum hverju sinni.Þórhildur Elín Elínardóttir Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna gefa lítið fyrir þessi rök Samgöngustofu og segja bátana búna öllum þeim besta öryggisbúnaði sem völ er á til farþegaflutninga, eins og fram kom í helgarblaði Fréttablaðsins. Þórhildur segir könnun Samgöngustofu hafa leitt í ljós að þær reglur sem gilda hér séu þær sömu og á hinum Norðurlöndunum. „Á hinum Norðurlöndunum eru ekki leyfðir fleiri en tólf farþegar í CE-merktum bátum. Til að fá leyfi fyrir fleiri farþegum þurfa bátar að uppfylla þær kröfur sem eru gerðar samkvæmt svokölluðum Norðurlandareglum um vinnubáta,“ segir Þórhildur. „Ferðamenn eiga að geta treyst því að kröfur sem eru gerðar um öryggi þeirra á hafi séu ekki lakari hér en gildir um löndin í kringum okkur,“ bætir hún við. Niðurstaða Samgöngustofnunar er sú að stofnunin geti ekki mælt með rýmkun á þessum reglum af öryggissjónarmiðum. Hvalaskoðunarfyrirtækin sögðust í fyrstu ætla að hætta að taka þátt í björgunaraðgerðum á sjó vegna þessa, en hafa nú sagt að þeim ummælum hafi einungis verið ætlað að hreyfa við ráðherra.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Sjá meira