Engar forsendur til að leyfa fleiri farþega Jóhannes Stefánsson skrifar 29. júlí 2013 08:00 Rib-bátar eru stundum notaðir til að skoða hvali. „Fyrst og síðast snúast þær reglur sem hér eru virtar um öryggi mannslífa á hafi,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Samgöngustofa segir engar forsendur vera til að rýmka heimildir um fjölda farþega um borð í svokölluðum Rib-slöngubátum. Í bréfi Samgöngustofu til innanríkisráðherra vegna fullyrðinga Rib-safari í Vestmannaeyjum og Gentle Giants á Húsavík um að reglur um farþegafjölda um borð í Rib-bátum væru sérlega íþyngjandi segir að Rib-slöngubátar hafi upphaflega verið framleiddir sem skemmtibátar og leiktæki. Í kjölfarið hafi einhverjir séð möguleika á því að nota „þessi leiktæki“ í atvinnuskyni með því að bjóða upp á „spennusiglingar“. Samgöngustofa segir að öryggi sé ekki tryggt ef fleiri en tólf farþegar eru um borð í bátunum hverju sinni.Þórhildur Elín Elínardóttir Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna gefa lítið fyrir þessi rök Samgöngustofu og segja bátana búna öllum þeim besta öryggisbúnaði sem völ er á til farþegaflutninga, eins og fram kom í helgarblaði Fréttablaðsins. Þórhildur segir könnun Samgöngustofu hafa leitt í ljós að þær reglur sem gilda hér séu þær sömu og á hinum Norðurlöndunum. „Á hinum Norðurlöndunum eru ekki leyfðir fleiri en tólf farþegar í CE-merktum bátum. Til að fá leyfi fyrir fleiri farþegum þurfa bátar að uppfylla þær kröfur sem eru gerðar samkvæmt svokölluðum Norðurlandareglum um vinnubáta,“ segir Þórhildur. „Ferðamenn eiga að geta treyst því að kröfur sem eru gerðar um öryggi þeirra á hafi séu ekki lakari hér en gildir um löndin í kringum okkur,“ bætir hún við. Niðurstaða Samgöngustofnunar er sú að stofnunin geti ekki mælt með rýmkun á þessum reglum af öryggissjónarmiðum. Hvalaskoðunarfyrirtækin sögðust í fyrstu ætla að hætta að taka þátt í björgunaraðgerðum á sjó vegna þessa, en hafa nú sagt að þeim ummælum hafi einungis verið ætlað að hreyfa við ráðherra. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
„Fyrst og síðast snúast þær reglur sem hér eru virtar um öryggi mannslífa á hafi,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Samgöngustofa segir engar forsendur vera til að rýmka heimildir um fjölda farþega um borð í svokölluðum Rib-slöngubátum. Í bréfi Samgöngustofu til innanríkisráðherra vegna fullyrðinga Rib-safari í Vestmannaeyjum og Gentle Giants á Húsavík um að reglur um farþegafjölda um borð í Rib-bátum væru sérlega íþyngjandi segir að Rib-slöngubátar hafi upphaflega verið framleiddir sem skemmtibátar og leiktæki. Í kjölfarið hafi einhverjir séð möguleika á því að nota „þessi leiktæki“ í atvinnuskyni með því að bjóða upp á „spennusiglingar“. Samgöngustofa segir að öryggi sé ekki tryggt ef fleiri en tólf farþegar eru um borð í bátunum hverju sinni.Þórhildur Elín Elínardóttir Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna gefa lítið fyrir þessi rök Samgöngustofu og segja bátana búna öllum þeim besta öryggisbúnaði sem völ er á til farþegaflutninga, eins og fram kom í helgarblaði Fréttablaðsins. Þórhildur segir könnun Samgöngustofu hafa leitt í ljós að þær reglur sem gilda hér séu þær sömu og á hinum Norðurlöndunum. „Á hinum Norðurlöndunum eru ekki leyfðir fleiri en tólf farþegar í CE-merktum bátum. Til að fá leyfi fyrir fleiri farþegum þurfa bátar að uppfylla þær kröfur sem eru gerðar samkvæmt svokölluðum Norðurlandareglum um vinnubáta,“ segir Þórhildur. „Ferðamenn eiga að geta treyst því að kröfur sem eru gerðar um öryggi þeirra á hafi séu ekki lakari hér en gildir um löndin í kringum okkur,“ bætir hún við. Niðurstaða Samgöngustofnunar er sú að stofnunin geti ekki mælt með rýmkun á þessum reglum af öryggissjónarmiðum. Hvalaskoðunarfyrirtækin sögðust í fyrstu ætla að hætta að taka þátt í björgunaraðgerðum á sjó vegna þessa, en hafa nú sagt að þeim ummælum hafi einungis verið ætlað að hreyfa við ráðherra.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira