Aron valdi bandaríska landsliðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júlí 2013 10:57 Aron í leik með landsliði Íslands skipuðu leikmönnum undir 21 árs. Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur sent frá sér tilkynningu um að hann ætli að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni. Aron hefur verið á milli steins og sleggju í töluverðan tíma. Framherjinn á íslenska foreldra og hefur búið á Íslandi frá þriggja ára aldri. Hann er þó fæddur í Bandaríkjunum, þar sem foreldrar hans bjuggu um tíma, og hefur af þeim sökum bandarískt ríkisfang.Aron sagðist í viðtali við Fréttablaðið í október síðastliðnum að aldrei hefði komið til greina að leika fyrir Bandaríkin. Þá hafði hann verið valinn í landsliðshóp Íslands en meiddist svo hann gat ekki tekið þátt í leikjum gegn Albaníu og Sviss í undankeppninni. „Ég er Íslendingur og mig hefur langað að spila fyrir Ísland frá því að ég var lítill. Það kom því aldrei til greina. Þegar umræðan var í gangi fór það inn um annað og út um hitt eyrað. Ég heyrði aldrei frá neinum í bandaríska knattspyrnusambandinu heldur. Ég vil spila fyrir Ísland og nú var ég valinn í landsliðið, sem er frábært," sagði Aron við það tilefni.Skömmu síðar heyrðust fregnir af því að Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hefði verið í sambandi við Aron sem fór í kjölfarið að velta möguleikum sínum fyrir sér.Aron sagðist í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að hann væri enn að velta málunum fyrir sér. Nú virðist ákvörðunin hafa verið tekin. Aron segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda. “Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða. Ég þakka landsliðsþjálfurum Íslands fyrir áhuga þeirra og óska íslenska landsliðinu alls hins besta í framtíðinni.” Virðingarfyllst Aron Jóhannsson, Leikmaður AZ Alkmaar Fótbolti Tengdar fréttir Landsliðið valið | Aron gaf ekki kost á sér Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, valdi í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM 2014. Leikurinn fer fram 7. júní á Laugardalsvelli. 29. maí 2013 10:48 Aron ekki í bandaríska hópnum Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Belgum í vináttulandsleik í Cleveland annað kvöld. Aron Jóhannsson er ekki í hóp Bandaríkjanna. 29. maí 2013 14:32 Aron enn á milli steins og sleggju Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson stefnir á að gera það gott með AZ Alkmaar á sínu fyrsta heila tímabili í Hollandi. Hann á enn eftir að ákveða hvort hann vilji frekar spila með landsliði Íslands eða Bandaríkjanna. 24. júlí 2013 06:30 Allir verða að virða ákvörðun Arons "Einn af mínum uppáhaldshandboltamönnum, Róbert Júlían Duranona, var ekki fæddur hér á landi," segir knattspyrnukappinn Grétar Rafn Steinsson. 7. júní 2013 16:30 Klinsmann vill fá Aron í landsliðið Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur lýst því yfir að hann vilji fá Aron Jóhannsson í lið sitt sem allra fyrst. 17. maí 2013 10:18 Hvað gerir Aron? Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag hverjir verða í hópnum fyrir leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli 7. júní. 29. maí 2013 06:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur sent frá sér tilkynningu um að hann ætli að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni. Aron hefur verið á milli steins og sleggju í töluverðan tíma. Framherjinn á íslenska foreldra og hefur búið á Íslandi frá þriggja ára aldri. Hann er þó fæddur í Bandaríkjunum, þar sem foreldrar hans bjuggu um tíma, og hefur af þeim sökum bandarískt ríkisfang.Aron sagðist í viðtali við Fréttablaðið í október síðastliðnum að aldrei hefði komið til greina að leika fyrir Bandaríkin. Þá hafði hann verið valinn í landsliðshóp Íslands en meiddist svo hann gat ekki tekið þátt í leikjum gegn Albaníu og Sviss í undankeppninni. „Ég er Íslendingur og mig hefur langað að spila fyrir Ísland frá því að ég var lítill. Það kom því aldrei til greina. Þegar umræðan var í gangi fór það inn um annað og út um hitt eyrað. Ég heyrði aldrei frá neinum í bandaríska knattspyrnusambandinu heldur. Ég vil spila fyrir Ísland og nú var ég valinn í landsliðið, sem er frábært," sagði Aron við það tilefni.Skömmu síðar heyrðust fregnir af því að Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hefði verið í sambandi við Aron sem fór í kjölfarið að velta möguleikum sínum fyrir sér.Aron sagðist í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að hann væri enn að velta málunum fyrir sér. Nú virðist ákvörðunin hafa verið tekin. Aron segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda. “Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða. Ég þakka landsliðsþjálfurum Íslands fyrir áhuga þeirra og óska íslenska landsliðinu alls hins besta í framtíðinni.” Virðingarfyllst Aron Jóhannsson, Leikmaður AZ Alkmaar
Fótbolti Tengdar fréttir Landsliðið valið | Aron gaf ekki kost á sér Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, valdi í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM 2014. Leikurinn fer fram 7. júní á Laugardalsvelli. 29. maí 2013 10:48 Aron ekki í bandaríska hópnum Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Belgum í vináttulandsleik í Cleveland annað kvöld. Aron Jóhannsson er ekki í hóp Bandaríkjanna. 29. maí 2013 14:32 Aron enn á milli steins og sleggju Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson stefnir á að gera það gott með AZ Alkmaar á sínu fyrsta heila tímabili í Hollandi. Hann á enn eftir að ákveða hvort hann vilji frekar spila með landsliði Íslands eða Bandaríkjanna. 24. júlí 2013 06:30 Allir verða að virða ákvörðun Arons "Einn af mínum uppáhaldshandboltamönnum, Róbert Júlían Duranona, var ekki fæddur hér á landi," segir knattspyrnukappinn Grétar Rafn Steinsson. 7. júní 2013 16:30 Klinsmann vill fá Aron í landsliðið Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur lýst því yfir að hann vilji fá Aron Jóhannsson í lið sitt sem allra fyrst. 17. maí 2013 10:18 Hvað gerir Aron? Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag hverjir verða í hópnum fyrir leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli 7. júní. 29. maí 2013 06:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Sjá meira
Landsliðið valið | Aron gaf ekki kost á sér Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, valdi í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM 2014. Leikurinn fer fram 7. júní á Laugardalsvelli. 29. maí 2013 10:48
Aron ekki í bandaríska hópnum Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Belgum í vináttulandsleik í Cleveland annað kvöld. Aron Jóhannsson er ekki í hóp Bandaríkjanna. 29. maí 2013 14:32
Aron enn á milli steins og sleggju Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson stefnir á að gera það gott með AZ Alkmaar á sínu fyrsta heila tímabili í Hollandi. Hann á enn eftir að ákveða hvort hann vilji frekar spila með landsliði Íslands eða Bandaríkjanna. 24. júlí 2013 06:30
Allir verða að virða ákvörðun Arons "Einn af mínum uppáhaldshandboltamönnum, Róbert Júlían Duranona, var ekki fæddur hér á landi," segir knattspyrnukappinn Grétar Rafn Steinsson. 7. júní 2013 16:30
Klinsmann vill fá Aron í landsliðið Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur lýst því yfir að hann vilji fá Aron Jóhannsson í lið sitt sem allra fyrst. 17. maí 2013 10:18
Hvað gerir Aron? Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag hverjir verða í hópnum fyrir leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli 7. júní. 29. maí 2013 06:30