Serbinn Novak Djokovic tryggði sér í dag sigur á opna ástralska mótinu í tennis þriðja árið í röð þegar hann vann Bretann Andy Murray 3-1 í úrslitaleiknum í Melbourne.
Djokovic er fyrsti maðurinn til að vinna þetta fyrsta risamót ársins þrjú ár í röð frá því að opna ástralska mótið varð að atvinnumannamóti en í tvö af þremur skiptum hefur Novak unnið Andy Murray í úrslitaleiknum,
Andy Murray byrjaði úrslitaleikinn vel og vann fyrsta settið 6-7 eftir æsispennu en Djokovic náði að jafna í næsta setti þegar hann vann 7-6 eftir ekki minni spennu.
Novak Djokovic tryggði sér síðan sigurinn með því að vinna tvö síðustu settin nokkurð örugglega 6-3 og 6-2.
Novak Djokovic hefur nú unnið sjö risamót á ferlinum þar af opna ástralska mótið fjórum sinnum (2008, 2011, 2012, 2013). Djokovic er einnig búinn að vinna opna franska (2012), Wimbledon (2011) og opna bandaríska (2011).
