Myndband af handtöku Ómars Ragnarssonar Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 21. október 2013 13:48 „Í hnotskurn er málið þannig að það er siðlaust að á meðan að málið er enn rekið fyrir Hæstarétti að fara í þessa framkvæmd,“ segir Ómar Ragnarsson, náttúruvinur sem er laus úr haldi, en hann var handtekinn í morgun þar sem hann var að mótmæla við Gálgahraun. Ómar er mættur aftur uppeftir. „Siðferðið hjá þessum mönnum er virkilega þannig að þeir ætla að eyðileggja eins mikið og þeir geta. Þetta er eins og leifturstríð, þar sem þeir ana áfram og gefa ekki gaum af því sem er löglegt,“ segir Ómar. Ómar segir að með þessu áframhaldi, verði þeir búnir að eyðileggja málið fyrir Hæstarétti, með óafturkræfum umhverfisspjöllum. Ómar segist ekki viss hvort hann ætli að setjast fyrir vélarnar aftur, hann ætli að sjá til og hann spili þetta bara af fingrum fram. Að sögn Ómars er þetta í fyrsta skipti sem hann er handtekinn. „Lögreglan kom hérna um daginn og bað okkur að færa okkur en við urðum ekki við því þá. Þá gerðist ekkert. En núna tóku þeir mig bara, báru mig burtu og ég veitti enga mótspyrnu.“Hann gefur ekki mikið fyrir útskýringar Vegagerðarinnar um að fólkið sem hafi keypt sér hús í Prýðishverfinu hafi gert það vegna hugsanlegrar lagningar vegarins. Hann bendir á að það fólk eigi að eiga það við bæjarstjórnina í Garðabæ, sem tími ekki að borga þessu fólki skaðabætur, fyrir sín eigin mistök. „Hann segir að vel sé hægt að laga þennan veg eins og hann er núna, fyrir brotabrot af þeim tveimur milljörðum sem eigi annars að fara í lagningu nýs vegar. „Það eru um 50 til 60 manns hér uppfrá núna ef ekki fleiri og fólki fer fjölgandi,“ segir Ómar. Myndatökumaður stöðvar 2, Sigurjón Ólafsson og fréttakona stöðvar 2, Elísabet Hall hafa verið á staðnum. Í kvöldfréttum stöðvar 2 verða sýndar ótrúlegar myndir frá mótmælunum og handtökunum.Ómar Ragnarsson fór aftur í Gálgahraun eftir að honum var sleppt. mynd/GVA Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
„Í hnotskurn er málið þannig að það er siðlaust að á meðan að málið er enn rekið fyrir Hæstarétti að fara í þessa framkvæmd,“ segir Ómar Ragnarsson, náttúruvinur sem er laus úr haldi, en hann var handtekinn í morgun þar sem hann var að mótmæla við Gálgahraun. Ómar er mættur aftur uppeftir. „Siðferðið hjá þessum mönnum er virkilega þannig að þeir ætla að eyðileggja eins mikið og þeir geta. Þetta er eins og leifturstríð, þar sem þeir ana áfram og gefa ekki gaum af því sem er löglegt,“ segir Ómar. Ómar segir að með þessu áframhaldi, verði þeir búnir að eyðileggja málið fyrir Hæstarétti, með óafturkræfum umhverfisspjöllum. Ómar segist ekki viss hvort hann ætli að setjast fyrir vélarnar aftur, hann ætli að sjá til og hann spili þetta bara af fingrum fram. Að sögn Ómars er þetta í fyrsta skipti sem hann er handtekinn. „Lögreglan kom hérna um daginn og bað okkur að færa okkur en við urðum ekki við því þá. Þá gerðist ekkert. En núna tóku þeir mig bara, báru mig burtu og ég veitti enga mótspyrnu.“Hann gefur ekki mikið fyrir útskýringar Vegagerðarinnar um að fólkið sem hafi keypt sér hús í Prýðishverfinu hafi gert það vegna hugsanlegrar lagningar vegarins. Hann bendir á að það fólk eigi að eiga það við bæjarstjórnina í Garðabæ, sem tími ekki að borga þessu fólki skaðabætur, fyrir sín eigin mistök. „Hann segir að vel sé hægt að laga þennan veg eins og hann er núna, fyrir brotabrot af þeim tveimur milljörðum sem eigi annars að fara í lagningu nýs vegar. „Það eru um 50 til 60 manns hér uppfrá núna ef ekki fleiri og fólki fer fjölgandi,“ segir Ómar. Myndatökumaður stöðvar 2, Sigurjón Ólafsson og fréttakona stöðvar 2, Elísabet Hall hafa verið á staðnum. Í kvöldfréttum stöðvar 2 verða sýndar ótrúlegar myndir frá mótmælunum og handtökunum.Ómar Ragnarsson fór aftur í Gálgahraun eftir að honum var sleppt. mynd/GVA
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira