Menning

Tíminn í landslaginu

Arngunnur Ýr. Landslagsmyndir hennar og Ásgríms Jónssonar verða sett í samhengi á Listasafni Árnesinga.
Arngunnur Ýr. Landslagsmyndir hennar og Ásgríms Jónssonar verða sett í samhengi á Listasafni Árnesinga.

Sýningin Tíminn í landslaginu verður opnuð í Listasafni Árnesinga á morgun. Á henni verða til sýnis verk eftir Ásgrím Jónsson og Arngunni Ýr.

Þetta er önnur sýningin í röð þriggja í tilefni af því að 50 ár eru liðin síðan Bjarnveig Bjarnadóttir og synir hennar gáfu Árnesingum stóra málverkagjöf sem lagði grunninn að stofnun Listasafns Árnesinga. Alls gáfu þau sjötíu og þrjú verk á nokkra ára tímabili og þar af eru nítján eftir Ásgrím Jónsson, sem var fæddur og uppalinn í Flóanum.

Í tilkynningu frá Listasafni Árnesinga segir að tímaskeið móti sýn manna á landslagið hvort sem litið er til náttúrunnar eða málverksins. Verkum Ásgríms og Arngunnar Ýrar sé því stillt saman til að skoða tengsl og rof millli kynslóða. Sýningarstjóri er Jón Proppé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×