Víking Heiðar vantar hundrað taktmæla Bergsteinn Sigurðsson skrifar 7. júní 2013 08:00 Víkingur Heiðar hefur lengi haft áhuga á straumum og stefnum sem hafa gengið í endurnýjun lífdaga á mismunandi tímum. Reykjavík Midsummer Music er helguð tímaskekkju í ár. Fréttablaðið/Vilhelm „Við ætlum að setja tímann út af sporinu með margvíslegum ráðum.“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson, upphafsmaður og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Midsummer Music sem haldin verður í Hörpu dagana 19. til 21. júní. Titillinn á hátíðinni í ár er Anochronism eða Tímaskekkja og dregur dagskráin dám af því, bæði í formi tónlistar og kvikmynda. Setningaratriði hátíðarinnar nefnist Poème symphonique eftir György Ligeti, ljóðasinfónía fyrir 100 taktmæla. „Mælunum verður raðað upp á ólíkum stöðum og stilltir á mismunandi tempó. Útkoman er stórskemmtileg; margir rytmar sem fara úr algjörri kakófóníu og yfir í afmarkaðri tímapælingar.“ Verkið hefur aldrei verið flutt á Íslandi áður, svo Víkingur Heiðar viti til, enda hægara sagt en gert að verða sér úti um 100 taktmæla. Hann biðlar því til þeirra sem eiga slíka mæla til að verða sér að liði. „Við erum að leita að gamaldags mælum með upptrekktu gangverki, ekki með rafhlöðum,“ segir hann. „Ef fólk væri reiðubúið til að lána okkur slíkan mæli væri það afar kærkomið.“ Á annan tug viðburða verða á hátíðinni í Hörpu, auk „off venue“-viðburðar á Volta, þar sem sýndar verða nýjar kvikmyndir í þöglum stíl og rýnt í tónverk gamaldags tónskálda sem voru þó á undan framtíðinni. „Ég hef alltaf haft áhuga á stefnum og straumum sem hafa flogið inn og út um gluggann og svo aftur inn í gegnum tíðina. Einn viðburðurinn snýst til dæmis um hvernig við metum hluti öðruvísi í samtíma okkar en í stærra samhengi. Á opnunartónleikunum leik ég til dæmis verk eftir Bach og Rachmaninoff. Sumir segja Bach vera mesta tónskáld allra tíma en enginn tók mark á honum síðustu 20 ár ævi hans. Hann þótti staðnaður og fastur í gömlum klisjum, sem síðar kom í ljós að var mjög framúrstefnuleg músík. Það sama var uppi á teningnum með Rachmaninoff; hann fékk harðar umsagnir í lifanda lífi og var sagður semja sykursætar tuggur. Það var ekki fyrr en eftir hans dag sem menn fóru að átta sig á hvað var að finna í tónlist hans.“ Á opnunartónleikunum fléttar Víkingur kvikmyndum vesturíslenska kvikmyndagerðarmannsins Guy Maddin saman við tónlistina. Á hátíðinni verður líka sýnd mynd Werners Herzog, Death for Five Voices, sem fjallar um ítalska prinsinn, endurreisnartónskáldið og morðingjann Carlo Gesúaldo. „Hann samdi madrígala í kringum 1600 sem voru í raun hátt í 300 árum á undan sínum tíma; það var ekki fyrr en undir lok 19. aldar sem við komumst á sama hljómræna stað og hann var á.“ Þeir sem vilja lána Víkingi Heiðari taktmæli fyrir setningaratriðið geta afhent hann í afgreiðslu Hörpu. Þar verða þeir skráðir samviskusamlega niður og skilað að lokinni hátíðinni. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á reykjavikmidsummermusic.com. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Við ætlum að setja tímann út af sporinu með margvíslegum ráðum.“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson, upphafsmaður og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Midsummer Music sem haldin verður í Hörpu dagana 19. til 21. júní. Titillinn á hátíðinni í ár er Anochronism eða Tímaskekkja og dregur dagskráin dám af því, bæði í formi tónlistar og kvikmynda. Setningaratriði hátíðarinnar nefnist Poème symphonique eftir György Ligeti, ljóðasinfónía fyrir 100 taktmæla. „Mælunum verður raðað upp á ólíkum stöðum og stilltir á mismunandi tempó. Útkoman er stórskemmtileg; margir rytmar sem fara úr algjörri kakófóníu og yfir í afmarkaðri tímapælingar.“ Verkið hefur aldrei verið flutt á Íslandi áður, svo Víkingur Heiðar viti til, enda hægara sagt en gert að verða sér úti um 100 taktmæla. Hann biðlar því til þeirra sem eiga slíka mæla til að verða sér að liði. „Við erum að leita að gamaldags mælum með upptrekktu gangverki, ekki með rafhlöðum,“ segir hann. „Ef fólk væri reiðubúið til að lána okkur slíkan mæli væri það afar kærkomið.“ Á annan tug viðburða verða á hátíðinni í Hörpu, auk „off venue“-viðburðar á Volta, þar sem sýndar verða nýjar kvikmyndir í þöglum stíl og rýnt í tónverk gamaldags tónskálda sem voru þó á undan framtíðinni. „Ég hef alltaf haft áhuga á stefnum og straumum sem hafa flogið inn og út um gluggann og svo aftur inn í gegnum tíðina. Einn viðburðurinn snýst til dæmis um hvernig við metum hluti öðruvísi í samtíma okkar en í stærra samhengi. Á opnunartónleikunum leik ég til dæmis verk eftir Bach og Rachmaninoff. Sumir segja Bach vera mesta tónskáld allra tíma en enginn tók mark á honum síðustu 20 ár ævi hans. Hann þótti staðnaður og fastur í gömlum klisjum, sem síðar kom í ljós að var mjög framúrstefnuleg músík. Það sama var uppi á teningnum með Rachmaninoff; hann fékk harðar umsagnir í lifanda lífi og var sagður semja sykursætar tuggur. Það var ekki fyrr en eftir hans dag sem menn fóru að átta sig á hvað var að finna í tónlist hans.“ Á opnunartónleikunum fléttar Víkingur kvikmyndum vesturíslenska kvikmyndagerðarmannsins Guy Maddin saman við tónlistina. Á hátíðinni verður líka sýnd mynd Werners Herzog, Death for Five Voices, sem fjallar um ítalska prinsinn, endurreisnartónskáldið og morðingjann Carlo Gesúaldo. „Hann samdi madrígala í kringum 1600 sem voru í raun hátt í 300 árum á undan sínum tíma; það var ekki fyrr en undir lok 19. aldar sem við komumst á sama hljómræna stað og hann var á.“ Þeir sem vilja lána Víkingi Heiðari taktmæli fyrir setningaratriðið geta afhent hann í afgreiðslu Hörpu. Þar verða þeir skráðir samviskusamlega niður og skilað að lokinni hátíðinni. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á reykjavikmidsummermusic.com.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp