Hvað er svona merkilegt við gamla Héraðskólann? Boði Logason skrifar 22. maí 2013 10:03 Halldór Páll til hægri og gamli Héraðskólinn til vinstri. Mynd/365 „Þetta er eitt af glæsilegustu og sögulegustu húsum landsins auk þess er þetta fallegur staður," segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætla að kynna nýjan stjórnarsáttmála í gamla Héraðskólahúsinu á Laugarvatni klukkan 11:15. Við heyrðum í Halldóri Páli sem hefur umsjón með húsinu. „Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa farið fram í Bláskógarbyggð, bæði á Þingvöllum og í Reykholti, svo kannski tengist það eitthvað. Þeir hafa kannski viljað vera á fallegum stað fjarri Reykjavík. Ég var bara beðinn um að aðstoða," segir Halldór Páll, inntur eftir viðbrögðum afhverju formennirnir ætla að kynna stjórnarsáttmálann þar. Hann segir að það sé mikill heiður fyrir Laugvetninga að stjórnarsáttmálinn verði kynntur á þessum stað. „Við lítum svo á að þetta sé mikill heiður fyrir húsið og varpar kastljósinu að því. Kannski verður þetta kölluð Laugarvatnsstjórnin, eins og Viðeyjarstjórnin, eða Bláskógarstjórnin. Þetta er auðvitað mikill heiður fyrir Laugarvatn, svo skemmir ekki fyrir að veðrið skartar sínu fegursta hérna núna." Gamla Héraðsskólahúsið var byggt árið 1928 út frá hugmyndafræði Jónasar frá Hriflu, sem þá var svokallaður kennslumálaráðherra og þingmaður, um menntun ungmenna á Íslandi. „Það var starfsemi hér til ársins 1991 og þá var héraðsskólinn lagður af sem slíkur. Svo var rekin hér framhaldsdeild frá 1991 til 1995 en þá var sjálfstætt skólastarf lagt niður," segir Halldór Páll. Menntaskólinn á Laugavatni var svo með bókasafn þarna í samstarfi við húsmæðraskólann. Í dag er engin starfsemi í húsinu fyrir utan að þrír starfsmenn menntaskólans búa þar. „Við höfum nýtt það undir leikæfingar og kóræfingar, við erum með 70 manna nemendakór og hér eru 180 nemendur, það er ansi hátt hlutfall." Þann 12. apríl árið 2003 var héraðsskólahúsið friðað. „Og fljótlega í framhaldinu af því var farið í að lagfæra húsið, það var slöku ásigkomulagi. Þær endurbætur hafa tekist stórkostlega vel." Staða hússins nú er sú að Menntamálaráðuneytið og Ríkisskaup auglýstu í febrúar síðastliðnum eftir hugmyndum frá áhugasömum aðilum að taka húsið á leigu og reka þar starfsemi. „Þetta er eitt glæsilegasta hús á landinu og er merkisberi menntunarmála,“ segir Halldór Páll að lokum. Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
„Þetta er eitt af glæsilegustu og sögulegustu húsum landsins auk þess er þetta fallegur staður," segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætla að kynna nýjan stjórnarsáttmála í gamla Héraðskólahúsinu á Laugarvatni klukkan 11:15. Við heyrðum í Halldóri Páli sem hefur umsjón með húsinu. „Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa farið fram í Bláskógarbyggð, bæði á Þingvöllum og í Reykholti, svo kannski tengist það eitthvað. Þeir hafa kannski viljað vera á fallegum stað fjarri Reykjavík. Ég var bara beðinn um að aðstoða," segir Halldór Páll, inntur eftir viðbrögðum afhverju formennirnir ætla að kynna stjórnarsáttmálann þar. Hann segir að það sé mikill heiður fyrir Laugvetninga að stjórnarsáttmálinn verði kynntur á þessum stað. „Við lítum svo á að þetta sé mikill heiður fyrir húsið og varpar kastljósinu að því. Kannski verður þetta kölluð Laugarvatnsstjórnin, eins og Viðeyjarstjórnin, eða Bláskógarstjórnin. Þetta er auðvitað mikill heiður fyrir Laugarvatn, svo skemmir ekki fyrir að veðrið skartar sínu fegursta hérna núna." Gamla Héraðsskólahúsið var byggt árið 1928 út frá hugmyndafræði Jónasar frá Hriflu, sem þá var svokallaður kennslumálaráðherra og þingmaður, um menntun ungmenna á Íslandi. „Það var starfsemi hér til ársins 1991 og þá var héraðsskólinn lagður af sem slíkur. Svo var rekin hér framhaldsdeild frá 1991 til 1995 en þá var sjálfstætt skólastarf lagt niður," segir Halldór Páll. Menntaskólinn á Laugavatni var svo með bókasafn þarna í samstarfi við húsmæðraskólann. Í dag er engin starfsemi í húsinu fyrir utan að þrír starfsmenn menntaskólans búa þar. „Við höfum nýtt það undir leikæfingar og kóræfingar, við erum með 70 manna nemendakór og hér eru 180 nemendur, það er ansi hátt hlutfall." Þann 12. apríl árið 2003 var héraðsskólahúsið friðað. „Og fljótlega í framhaldinu af því var farið í að lagfæra húsið, það var slöku ásigkomulagi. Þær endurbætur hafa tekist stórkostlega vel." Staða hússins nú er sú að Menntamálaráðuneytið og Ríkisskaup auglýstu í febrúar síðastliðnum eftir hugmyndum frá áhugasömum aðilum að taka húsið á leigu og reka þar starfsemi. „Þetta er eitt glæsilegasta hús á landinu og er merkisberi menntunarmála,“ segir Halldór Páll að lokum.
Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira