Nýju framboðin ræddu mögulegt samstarf 1. apríl 2013 12:19 Margrét Tryggvadóttir, frambjóðandi Dögunar Nokkur af nýju framboðunum til næstu Alþingiskosninga funduðu í gær og ræddu mögulegt samstarf. Ekki liggur fyrir hver niðurstaðan af fundinum var en Píratar eru nú að funda um næstu skref. Töluverður þrýstingur hefru verið á ný framboð um að mynda með sér bandalag eða sameinast fyrir næstu kosningar. Vegna þess að með því margfaldist möguleikarnir á því að framboðin fái yfir fimm prósenta fylgi sem þarf til að koma fulltrúa að á Alþingi. Síðasta skoðanakönnun MMR sýndi að Píratar voru með mesta fylgi nýju framboðanna eða 3,9 prósent og voru því næst því að ná manni inn. Samanlagt fylgi allra nýju framboðanna væri þó um 13 prósent og því gætu sameinuð framboð fræðilega verið þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins. Fulltrúa þriggja þessara framboða funduðu í gær og stefna að því að senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu síðar í dag um efni fundarins og næstu skref. Í samtali við fréttastofu sagði Margrét Tryggvadóttir þingkona, sem nú býður sig fram fyrir flokkinn Dögun, að erfitt hefði verið að komast að niðurstöðu um framhaldið vegna mjög óljósra reglna um framboð og misvísandi upplýsinga frá innanríkisráðuneytinu og kjörstjórnum. Fréttastofa ræddi einnig við Birgittu Jónsdóttur sem býður sig fram fyrir Pírata. Hún sagði að ef litið væri raunsætt á málið væri ólíklegt að sjálfboðaliðar gætu safnað nægilega mörgum undirskriftum, sem þarf til að bjóða fram til alþingiskosninga á nýjan leik. Aðeins væru ellefu dagar þar til frestur til að skila þeim inn rennur út. Þá væri hún ekki viss um hvernig bandalag sem þetta myndi hugnast þeim sem hafa þegar kosið Pírata utan kjörfundar. Þá hefur hún sagt á Facebook-síðu sinni að með sumum framboðum eigi Píratar ekkert sameiginlegt. Hreinlegra væri að gera kröfur um að þau framboð sem ekki gætu náð yfir tveggja prósenta fylgi myndu draga framboð sitt til baka. Hún vildi þó ekkert segja um næstu skref en framhald málsins kæmi betur í ljós eftir fund Pírata í hádeginu. Þá hefur Flokkur Heimilanna, sem séra Halldór Gunnarsson í Holti hefur talað fyrir, boðað til opins fundar í dag um sameiningu stjórnmálasamataka með aðkomu sjö stjórnmálasamtaka á kosningaskrifstofunni að Vallarstræti 4, Reykjavík klukkan tvö. Kosningar 2013 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Sjá meira
Nokkur af nýju framboðunum til næstu Alþingiskosninga funduðu í gær og ræddu mögulegt samstarf. Ekki liggur fyrir hver niðurstaðan af fundinum var en Píratar eru nú að funda um næstu skref. Töluverður þrýstingur hefru verið á ný framboð um að mynda með sér bandalag eða sameinast fyrir næstu kosningar. Vegna þess að með því margfaldist möguleikarnir á því að framboðin fái yfir fimm prósenta fylgi sem þarf til að koma fulltrúa að á Alþingi. Síðasta skoðanakönnun MMR sýndi að Píratar voru með mesta fylgi nýju framboðanna eða 3,9 prósent og voru því næst því að ná manni inn. Samanlagt fylgi allra nýju framboðanna væri þó um 13 prósent og því gætu sameinuð framboð fræðilega verið þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins. Fulltrúa þriggja þessara framboða funduðu í gær og stefna að því að senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu síðar í dag um efni fundarins og næstu skref. Í samtali við fréttastofu sagði Margrét Tryggvadóttir þingkona, sem nú býður sig fram fyrir flokkinn Dögun, að erfitt hefði verið að komast að niðurstöðu um framhaldið vegna mjög óljósra reglna um framboð og misvísandi upplýsinga frá innanríkisráðuneytinu og kjörstjórnum. Fréttastofa ræddi einnig við Birgittu Jónsdóttur sem býður sig fram fyrir Pírata. Hún sagði að ef litið væri raunsætt á málið væri ólíklegt að sjálfboðaliðar gætu safnað nægilega mörgum undirskriftum, sem þarf til að bjóða fram til alþingiskosninga á nýjan leik. Aðeins væru ellefu dagar þar til frestur til að skila þeim inn rennur út. Þá væri hún ekki viss um hvernig bandalag sem þetta myndi hugnast þeim sem hafa þegar kosið Pírata utan kjörfundar. Þá hefur hún sagt á Facebook-síðu sinni að með sumum framboðum eigi Píratar ekkert sameiginlegt. Hreinlegra væri að gera kröfur um að þau framboð sem ekki gætu náð yfir tveggja prósenta fylgi myndu draga framboð sitt til baka. Hún vildi þó ekkert segja um næstu skref en framhald málsins kæmi betur í ljós eftir fund Pírata í hádeginu. Þá hefur Flokkur Heimilanna, sem séra Halldór Gunnarsson í Holti hefur talað fyrir, boðað til opins fundar í dag um sameiningu stjórnmálasamataka með aðkomu sjö stjórnmálasamtaka á kosningaskrifstofunni að Vallarstræti 4, Reykjavík klukkan tvö.
Kosningar 2013 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Sjá meira