Innlent

Herdís Þorvaldsdóttir látin

Herdís Þorvaldsdóttir
Herdís Þorvaldsdóttir
Herdís Þorvaldsdóttir leikkona er látin 89 ára að aldri. Hún fæddist 15. október árið 1923.

Herdís var ein ástsælasta leikkona landsins og var fastráðin við Þjóðleikhúsið frá fyrsta starfsári þess. Hún lék yfir 120 hlutverk í leikhúsinu, en auk þess átti hún að baki ótal hlutverk í útvarpsleikritum, sjónvarpsleikritum og kvikmyndum. Hún hlaut ýmis verðlaun og viðurkenningar á ferli sínum, meðal annars heiðursverðlaun á Grímunni árið 2007.

Herdís lætur eftir sig 4 börn, 17 barnabörn og 16 barnabarnabörn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×