Sex leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en þar má helst nefna fínn útisigur hjá Borussia Dortmund gegn Stuttgart 2-1.
Lukasz Piszczek skoraði fyrsta mark leiksins fyrir gestina þegar tæplega hálftími var liðin af leiknum. Alexandru Maxim jafnaði síðan metin fyrir Stuttgart þegar hálftími var eftir af leiknum.
Það var síðan markahrókurinn Robert Lewandowski sem tryggði Dortmund sigurinn átta mínútum fyrir leikslok.
Bayer Leverkusen var ekki í neinum vandræðum með Dusseldorf en gestirnir unnu leikinn 4-1. Stefan Kiessling og André Schürrle skoruðu báðir tvö mörk fyrir Leverkausen í leiknum og tryggðu þeim auðveldan útisigur.
Bayern Munchen er í efsta sæti deildarinnar með 69 stig heilum tuttugu stigum á undan Borussia Dortmund sem eru í öðru sæti deildarinnar með 49 stig.
Hér að neðan má sjá öll úrslit dagsins:
Augsburg - Hannover 0 - 2
Fortuna Dusseldorf - Bayer Leverkusen - 1 - 4
Freiburg - Monchengladbach 2 - 0
Mainz - Werder Bremen 1 - 1
Schalke - Hoffenheim 3 - 0
Stuttgart - Borussia Dortmund 1 - 2
Fótbolti