Send í aðrar fangabúðir Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. nóvember 2013 09:17 Nadesjda Tolokonnikova við réttarhöld í Moskvu í apríl á síðasta ári. Mynd/AP Í hálfan mánuð vissi fjölskylda Nadesjdu Tolokonnikovu ekkert hvar hún væri niðurkomin. Í gær fréttist svo af því að hún væri líklega komin í aðrar fangabúðir, alla leið til Síberíu. Tolokonnikova var handtekin á síðasta ári eftir að hún og félagar hennar í kvennapönksveitinni Pussy Riot höfðu efnt til mótmæla gegn Vladimír Pútín forseta í kirkju í Moskvu. Hún fór í hungurverkfall í fangabúðunum í haust til að mótmæla aðstæðum þar, miklu vinnuálagi og hörku fangavarða. Það var eiginmaður hennar, Petja Versilov, sem skýrði frá því á Twittersíðu sinni að hún væri á leiðinni í fangabúðir númer 50 í Nishní Ingash í héraðinu Krasnojarsk, en þær búðir eru í um þrjú þúsund kílómetra fjarlægð frá Moskvu, þar sem ættingjar hennar og vinir búa. Versilov segist sannfærður um að með þessu sé verið að refsa henni fyrir mótmælasveltið og koma henni sem lengst frá kastljósi fjölmiðla. “Vegna þess hve málið er þekkt geta þeir ekki beitt hana þeim venjulega sálfræðilega og líkamlega þrýstingi, sem notaður er á aðra fanga,” skrifar Versilov, að því er fram kemur á vefsíðu breska dagblaðsins The Guardian. “Þeir hafa því kosið þessa refsingu í staðinn.” Andóf Pussy Riot Rússland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Í hálfan mánuð vissi fjölskylda Nadesjdu Tolokonnikovu ekkert hvar hún væri niðurkomin. Í gær fréttist svo af því að hún væri líklega komin í aðrar fangabúðir, alla leið til Síberíu. Tolokonnikova var handtekin á síðasta ári eftir að hún og félagar hennar í kvennapönksveitinni Pussy Riot höfðu efnt til mótmæla gegn Vladimír Pútín forseta í kirkju í Moskvu. Hún fór í hungurverkfall í fangabúðunum í haust til að mótmæla aðstæðum þar, miklu vinnuálagi og hörku fangavarða. Það var eiginmaður hennar, Petja Versilov, sem skýrði frá því á Twittersíðu sinni að hún væri á leiðinni í fangabúðir númer 50 í Nishní Ingash í héraðinu Krasnojarsk, en þær búðir eru í um þrjú þúsund kílómetra fjarlægð frá Moskvu, þar sem ættingjar hennar og vinir búa. Versilov segist sannfærður um að með þessu sé verið að refsa henni fyrir mótmælasveltið og koma henni sem lengst frá kastljósi fjölmiðla. “Vegna þess hve málið er þekkt geta þeir ekki beitt hana þeim venjulega sálfræðilega og líkamlega þrýstingi, sem notaður er á aðra fanga,” skrifar Versilov, að því er fram kemur á vefsíðu breska dagblaðsins The Guardian. “Þeir hafa því kosið þessa refsingu í staðinn.”
Andóf Pussy Riot Rússland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira