Menning

Rótar í tímakistunni

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Andri Snær Magnason ætlar í tónlistarferðalag með gestum sínum í kvöld.
Andri Snær Magnason ætlar í tónlistarferðalag með gestum sínum í kvöld. Mynd / Valgarður Gíslason
Andri Snær Magnason, rithöfundur, fagnar nýrri bók sinni, Tímakistunni, í Borgarleikhúsinu í kvöld.

Hann mun bjóða upp á blandaða dagskrá upplestrar og tónlistar með dyggri aðstoð KK á stóra sviðinu. „Ég ætla að gramsa í tímakistunni, þetta verður lítið tónlistarferðalag og uppgjör mitt við tímann sem það tók að skrifa bókina," segir Andri Snær.

Andri Snær var í fjögur ár að skrifa bókina og í tíu ár að hugsa um hana en bókin er ævintýri fyrir lesendur á öllum aldri.

Boðið hefst klukkan átta í kvöld og eru allir velkomnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.