Innlent

Valitor þarf að opna greiðslugáttir fyrir WikiLeaks

BL og JHH skrifar
Sveinn Andri Sveinsson flutti málið fyrir DataCell. Hér er hann með Ólafi Vigni Sigurðssyni eiganda fyrirtækisins í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur var kveðinn upp. .
Sveinn Andri Sveinsson flutti málið fyrir DataCell. Hér er hann með Ólafi Vigni Sigurðssyni eiganda fyrirtækisins í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur var kveðinn upp. .
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Valitor þarf að opna greiðslugátt fyrir Datacell og WikiLeaks, ellegar greiða 800 þúsund krónur í dagsektir á hverjum degi.

Stærstu kortafyrirtæki heims, Visa og Mastercard, skipuðu þjónustuaðilum að loka á alla þjónustu fyrirtækja sem taka á móti greiðslu fyrir Wikileaks eftir að upplýsingasíðan lak þúsundum pósta úr sendirráðum Bandaríkjanna út um allan heim. Það er Datacell sem þjónustar WikiLeaks hér á landi og lokaði Valitor, umboðsmaður Visa á Íslandi, fyrir allar greiðslur.

DataCell og WikiLeaks stefndu Valitor vegna lokunarinnar og varð það niðurstaða Héraðsdóms Reykjaíkur að opna ætti fyrir greiðslugáttina. Valitor áfrýjaði og komst Hæstiréttur að sömu niðurstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×