Davíð og Geir meðvitaðir um stöðu Kaupþings Karen Kjartansdóttir skrifar 9. mars 2013 18:09 Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, og Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, virðast hafa verið vel meðvitaðir um stöðu Kaupþings þegar ákveðið var að veita bankanum 500 milljóna evra lán án fullnægjandi trygginga. Þetta kemur fram í skýrslu fjárlaganefndar Alþingis sem birt var í dag. Skýrsla fjárlaganefndar til Alþingis um lánið sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi hf. 6. október 2008 var var lögð fram á Alþingi í morgun. Með lánveitingunni var stærsta hluta gjaldeyrisvaraforða Íslands á þeim tíma ráðstafað til bankans sem síðan var yfirtekin af Fjármálaeftirlitinu þremur dögum síðar. Lánið til Kaupþings var án skilyrða og veitt gegn veði sem var án veðbanda og kvaðalaust. Í skýrslunni segir að það liggi fyrir að við lánveitinguna hafi lánareglur Seðlabankans verið brotnar. Björn Valur Gíslason, er formaður fjárlaganefndar Alþingis vill fá upplýsingar um símtal Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra og Geirs Haarde þáverandi forsætisráðherra um lánveitinguna. Seðlabanki Íslands hefur neitað að afhenda upptöku af símtalinu þrátt fyrir ítrekaðar óskir fjárlaganefndarinnar. Nefndin komst því ekki áfram með málið og óskar því eftir því að forsetisnefnd taki málið í sýnar hendur og beiti þeim ráðum sem þingið hefur yfir að ráða í að leiða málið til lykta. "Og upplýsi um þetta mál sem er eitt af stærstu einstöku málum hrunsins, þetta er risavaxið mál og hafði miklar afleiðingar í för með sér - meðal annars þau að Seðlabankinn fór á hausinn, og ég og þú og aðrir skattgreiðendur eru að borga tapið," segir hann. Í niðurlagi skýrslunnar segir því næst að: í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir um aðdraganda hrunsins og falls íslenska fjármálakerfisins má draga þá ályktun að þörfina fyrir þrautavaralánið til Kaupþings hf. hafi ekki borið eins skyndilega að og upphaflega var talið. Því hafi aðdragandinn og þar með tækifæri Seðlabankans til að undirbúa lánveitinguna með nauðsynlegri skjalagerð verið rýmri en áður var talið. "Í fyrsta lagi verðum við að fá að vita hvers vegna þetta lán var veitt. Í hverju samráð þáverandi seðlabankastjóra og þáverandi forsætisráðherra var fólgið og skýringa á því. Vissulega gekk mikið á þessum dögum, þetta eru dagarnir sem efnahagskerfi landsins hrundi til grunna og endaði með því að Seðlabankinn fór þangað sömuleiðis. Það er skilningur á því en þetta er risavaxið mál og við þurfum bara að fá þessar upplýsingar." Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, og Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, virðast hafa verið vel meðvitaðir um stöðu Kaupþings þegar ákveðið var að veita bankanum 500 milljóna evra lán án fullnægjandi trygginga. Þetta kemur fram í skýrslu fjárlaganefndar Alþingis sem birt var í dag. Skýrsla fjárlaganefndar til Alþingis um lánið sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi hf. 6. október 2008 var var lögð fram á Alþingi í morgun. Með lánveitingunni var stærsta hluta gjaldeyrisvaraforða Íslands á þeim tíma ráðstafað til bankans sem síðan var yfirtekin af Fjármálaeftirlitinu þremur dögum síðar. Lánið til Kaupþings var án skilyrða og veitt gegn veði sem var án veðbanda og kvaðalaust. Í skýrslunni segir að það liggi fyrir að við lánveitinguna hafi lánareglur Seðlabankans verið brotnar. Björn Valur Gíslason, er formaður fjárlaganefndar Alþingis vill fá upplýsingar um símtal Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra og Geirs Haarde þáverandi forsætisráðherra um lánveitinguna. Seðlabanki Íslands hefur neitað að afhenda upptöku af símtalinu þrátt fyrir ítrekaðar óskir fjárlaganefndarinnar. Nefndin komst því ekki áfram með málið og óskar því eftir því að forsetisnefnd taki málið í sýnar hendur og beiti þeim ráðum sem þingið hefur yfir að ráða í að leiða málið til lykta. "Og upplýsi um þetta mál sem er eitt af stærstu einstöku málum hrunsins, þetta er risavaxið mál og hafði miklar afleiðingar í för með sér - meðal annars þau að Seðlabankinn fór á hausinn, og ég og þú og aðrir skattgreiðendur eru að borga tapið," segir hann. Í niðurlagi skýrslunnar segir því næst að: í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir um aðdraganda hrunsins og falls íslenska fjármálakerfisins má draga þá ályktun að þörfina fyrir þrautavaralánið til Kaupþings hf. hafi ekki borið eins skyndilega að og upphaflega var talið. Því hafi aðdragandinn og þar með tækifæri Seðlabankans til að undirbúa lánveitinguna með nauðsynlegri skjalagerð verið rýmri en áður var talið. "Í fyrsta lagi verðum við að fá að vita hvers vegna þetta lán var veitt. Í hverju samráð þáverandi seðlabankastjóra og þáverandi forsætisráðherra var fólgið og skýringa á því. Vissulega gekk mikið á þessum dögum, þetta eru dagarnir sem efnahagskerfi landsins hrundi til grunna og endaði með því að Seðlabankinn fór þangað sömuleiðis. Það er skilningur á því en þetta er risavaxið mál og við þurfum bara að fá þessar upplýsingar."
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira