Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Tottenham drógust gegn svissneska liðinu Basel í fjórðungsúrslitum Evrópudeildar UEFA.
Chelsea, ríkjandi Evrópumeistari, fer enn og aftur til Austur-Evrópu en liðið mætir nú Rubin Kazan. Liðið mætti Sparta Prag í 32-liða úrslitunum og Steaua Búkarest í 16-liða úrslitunum.
Newcastle þarf að fara til Portúgals og þá munu Fenerbahce og Lazio eigast við. Dregið verður í undanúrslit keppninnar eftir að fjórðungsúrslitunum er lokið.
Evrópudeild UEFA:
Chelsea - Rubin Kazan
Tottenham - Basel
Fenerbahce - Lazio
Benfica - Newcastle
Leikirnir fara fram dagana 4. og 11. apríl næstkomandi.
