Eru dansarar og ljósamenn á danssýningu Sara McMahon skrifar 15. mars 2013 06:00 Dansararnir Katrín Gunnarsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir setja upp dansverkið Coming up. Á sýningunni dansa þær, stýra hljóði og ljósum. Fréttablaðið/Vilhelm Dansararnir Katrín Gunnarsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir standa að danssýningunni Coming Up sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói þann 22. mars. Stúlkurnar eru báðar meðlimir danshópsins Hreyfiþróunarsamsteypan. Verkið fjallar um tvo danshöfunda sem ætla sér að skapa dansverk með hinum fullkomna hápunkti. Þeir eiga þó erfitt með að dansa í takt og virðist hinn fullkomni hápunktur renna út í sandinn. „Við höfðum áhuga á að skoða nánar hápunkta og uppbyggingu dansverka. Flestum listamönnum langar að búa til nokkuð stórkostlegt fyrir sviðið og ná hinum fullkomna hápunkti. Í leiðinni erum við líka að fjalla um hversdagsleikan og hið ófullkomna,“ lýsir Katrín. Stúlkurnar eru báðar háskólamenntaðar á sviði danslista, en Katrín er einnig með MA gráðu í heilsuhagfræði og starfar sem slíkur hjá velferðarráðuneytinu. Melkorka er jafnframt nýkjörin formaður Félags íslenskra listdansara. „Ég starfa sem heilsuhagfræðingur, þó ég kalli sjálfa mig áhugahagfræðing því ég er vanari vinnunni sem listamaður. Melkorka er nýkjörin formaður FÍLD og stússast í því þessa dagana. Við erum því báðar komnar í vinnu í opinbera geiranum samhliða dansinum,“ segir hún og hlær. Vinna við uppsetningu verksins hefur staðið frá því í janúar og að sögn Katrínar hafa æfingar gengið vel. „Við stjórnum líka hljóðinu og ljósunum. Við erum í raun allt í öllu; dönsum, spilum og kveikjum ljósin,“ segir hún og bætir við: „Við saumuðum þó ekki búningana.“ Þegar Katrín er að lokum spurð hvort að þær hafi nokkru sinni lent í því að gleyma danssporum á sýningum svarar hún játandi. „En það er partur af þessu. Í fyrra slasaðist Melkorka til dæmis í miðri sýningu og við þurftum að halda áfram að dansa á milli þess sem við reyndum að finna sjúkrakassa baksviðs. Ég held að áhorfendur hafi samt ekki tekið eftir neinu. The show must go on.“ Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Dansararnir Katrín Gunnarsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir standa að danssýningunni Coming Up sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói þann 22. mars. Stúlkurnar eru báðar meðlimir danshópsins Hreyfiþróunarsamsteypan. Verkið fjallar um tvo danshöfunda sem ætla sér að skapa dansverk með hinum fullkomna hápunkti. Þeir eiga þó erfitt með að dansa í takt og virðist hinn fullkomni hápunktur renna út í sandinn. „Við höfðum áhuga á að skoða nánar hápunkta og uppbyggingu dansverka. Flestum listamönnum langar að búa til nokkuð stórkostlegt fyrir sviðið og ná hinum fullkomna hápunkti. Í leiðinni erum við líka að fjalla um hversdagsleikan og hið ófullkomna,“ lýsir Katrín. Stúlkurnar eru báðar háskólamenntaðar á sviði danslista, en Katrín er einnig með MA gráðu í heilsuhagfræði og starfar sem slíkur hjá velferðarráðuneytinu. Melkorka er jafnframt nýkjörin formaður Félags íslenskra listdansara. „Ég starfa sem heilsuhagfræðingur, þó ég kalli sjálfa mig áhugahagfræðing því ég er vanari vinnunni sem listamaður. Melkorka er nýkjörin formaður FÍLD og stússast í því þessa dagana. Við erum því báðar komnar í vinnu í opinbera geiranum samhliða dansinum,“ segir hún og hlær. Vinna við uppsetningu verksins hefur staðið frá því í janúar og að sögn Katrínar hafa æfingar gengið vel. „Við stjórnum líka hljóðinu og ljósunum. Við erum í raun allt í öllu; dönsum, spilum og kveikjum ljósin,“ segir hún og bætir við: „Við saumuðum þó ekki búningana.“ Þegar Katrín er að lokum spurð hvort að þær hafi nokkru sinni lent í því að gleyma danssporum á sýningum svarar hún játandi. „En það er partur af þessu. Í fyrra slasaðist Melkorka til dæmis í miðri sýningu og við þurftum að halda áfram að dansa á milli þess sem við reyndum að finna sjúkrakassa baksviðs. Ég held að áhorfendur hafi samt ekki tekið eftir neinu. The show must go on.“
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira