Knattspyrnumót í Katar gæti kostað þúsundir lífið Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. september 2013 07:00 Emírinn af Katar, Sheikh Tamim bin Hamad Al Thani, í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Mynd/AP Aðstæður verkamanna, sem vinna við byggingar og annan undirbúning heimsmeistaramótsins í knattspyrnu árið 2022, eru það erfiðar að þúsundum þeirra er lífshætta búin. Sharan Burrow, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC), segir að hundruð manna láti lífið á ári hverju vegna erfiðra aðstæðna. Mennirnir eru margir látnir vinna í steikjandi hita langan vinnudag á litlu kaupi og réttindalausir. Nú þegar séu um 1,2 milljónir erlendra verkamanna í Katar og þeim muni fjölga mjög þegar hafist verður handa við að reisa íþróttavelli, hótel og aðrar byggingar fyrir heimsmeistaramótið 2022. Búast megi við því að fjögur þúsund verkamannanna hið minnsta falli í valinn fram til ársins 2022, þegar halda á mótið, verði ekki gerðar breytingar á vinnuaðstæðum þeirra. Í yfirlýsingu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) í gær segir að sambandið hafi miklar áhyggjur af fréttum um erfiðar vinnuaðstæður og réttindaleysi verkamanna sem vinna við undirbúning heimsmeistarakeppninnar í Katar. Í viðtali við breska blaðið The Guardian, sem birti í gær ítarlega frásögn af aðstæðum erlendra verkamanna í Katar, segir Jim Boyce, varaforseti FIFA, að sambandið verði að kanna þetta án tafar. Burrow sakar hins vegar FIFA um þátttöku í samsæri með stjórnvöldum í Katar um að viðhalda óbreyttu ástandi. Hún segir að á fundi í nóvember árið 2011 hafi FIFA lofað að gera eitthvað innan hálfs árs varðandi vinnuaðstæður verkamanna. Ekki hafi verið staðið við þau loforð. „Ef FIFA er í raun alvara myndi ákvörðunarvald þeirra um að annaðhvort verði heimsmeistaramótið haldið við mannsæmandi aðstæður eða hætt verði við duga til þess að fá Katarbúa til að setjast niður til að ræða málin,“ segir Burrow. Í yfirlýsingu FIFA segir að aftur verði haft samband við stjórnvöld í Katar. Málið verði einnig rætt á fundi framkvæmdastjórnar FIFA í næstu viku. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Aðstæður verkamanna, sem vinna við byggingar og annan undirbúning heimsmeistaramótsins í knattspyrnu árið 2022, eru það erfiðar að þúsundum þeirra er lífshætta búin. Sharan Burrow, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC), segir að hundruð manna láti lífið á ári hverju vegna erfiðra aðstæðna. Mennirnir eru margir látnir vinna í steikjandi hita langan vinnudag á litlu kaupi og réttindalausir. Nú þegar séu um 1,2 milljónir erlendra verkamanna í Katar og þeim muni fjölga mjög þegar hafist verður handa við að reisa íþróttavelli, hótel og aðrar byggingar fyrir heimsmeistaramótið 2022. Búast megi við því að fjögur þúsund verkamannanna hið minnsta falli í valinn fram til ársins 2022, þegar halda á mótið, verði ekki gerðar breytingar á vinnuaðstæðum þeirra. Í yfirlýsingu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) í gær segir að sambandið hafi miklar áhyggjur af fréttum um erfiðar vinnuaðstæður og réttindaleysi verkamanna sem vinna við undirbúning heimsmeistarakeppninnar í Katar. Í viðtali við breska blaðið The Guardian, sem birti í gær ítarlega frásögn af aðstæðum erlendra verkamanna í Katar, segir Jim Boyce, varaforseti FIFA, að sambandið verði að kanna þetta án tafar. Burrow sakar hins vegar FIFA um þátttöku í samsæri með stjórnvöldum í Katar um að viðhalda óbreyttu ástandi. Hún segir að á fundi í nóvember árið 2011 hafi FIFA lofað að gera eitthvað innan hálfs árs varðandi vinnuaðstæður verkamanna. Ekki hafi verið staðið við þau loforð. „Ef FIFA er í raun alvara myndi ákvörðunarvald þeirra um að annaðhvort verði heimsmeistaramótið haldið við mannsæmandi aðstæður eða hætt verði við duga til þess að fá Katarbúa til að setjast niður til að ræða málin,“ segir Burrow. Í yfirlýsingu FIFA segir að aftur verði haft samband við stjórnvöld í Katar. Málið verði einnig rætt á fundi framkvæmdastjórnar FIFA í næstu viku.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira