Það telst varla til tíðinda lengur að Gunnar Heiðar Þorvaldsson skori fyrir Norrköping. Hann gerði það enn eina ferðina í kvöld.
Því miður fyrir lið hans þá dugði markið ekki til sigurs því Norrköping tapaði, 1-2, á heimavelli gegn IFK Göteborg.
Göteborg komst í 0-2 áður en Gunnar Heiðar skoraði sitt áttunda mark í deildinni í vetur. Mark hans kom 18 mínútum fyrir leikslok.
Norrköping er í níunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en Göteborg komst í annað sætið. Hjálmar Jónsson lék allan leikinn fyrir Göteborg.
