Flugvél tilbúin til að flytja Snowden til Íslands 20. júní 2013 19:07 Þota í eigu fyrirtækis í Kína hefur verið tekin á leigu af aðilum tengdum Wikileaks til að flytja uppljóstrarann, Edward Snowden til Íslands. Beðið er viðbragða frá innanríkisráðherra um hvort Snowden fái pólitískt hæli hérlendis. "Allt til reiðu hjá okkur og vélin gæti farið í loftið á morgun", segir fulltrúi frá Wikileaks. Edward Snowden er fyrrverandi starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna. Hann komst nýverið í heimsfréttirnar eftir að hafa upplýsti fjölmiðla um umfangsmiklar netnjósnir bandarískra yfirvalda. Í gegnum Kristinn Hrafnsson, talsmanns Wikileaks, lýsti Snowden yfir áhuga á að fá pólitískt hæli á Íslandi. Ef innanríkisráðherra tekur jákvætt í beiðni Snowden er ekkert því til fyrirstöðu að hann komi til Íslands á næstu dögum."Við erum í raun og veru bara búnir að því sem þarf að gera okkar megin. Það er búið að útvega flugvél og öll "logistic" eru klár. Nú bíðum við bara eftir því hvað ríkisstjórnin vill gera", segir Ólafur Vignir Sigurvinsson, fulltrúi Wikileaks og stofnandi DataCell. Það kostar minnst 40 milljónir króna að flytja Snowden til Íslands, þar af er beinn kostnaður vegna þotunnar 30 milljónir. Framtakið er fjármagnað með framlögum einstaklinga en Wikileaks hefur milligöngu um málið. Beðið er viðbragða frá innanríkisráðuneytinu um hvort Snowden fái hér pólitískt hæli. Ólafur Vignir segir ólíklegt er að Snowden komi til landsins áður en jákvæð svör berast þaðan. "Nei, ég held að það sé bara kjánalegt að fara með manninn hingað ef hann verður framseldur um leið til Bandaríkjanna. Þá er hann betur settur þar sem hann er. Við viljum ekki bera ábyrgð á því að framselja hann í hendur Bandaríkjamanna." Að sögn Ólafs er leiguvélin klár og getur farið í loftið á morgun. Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks er einn þeirra sem hefur milligöngu um komu Snowdens hingað til lands og hefur fylgst afar vel með gangi mála. Hann segir að um einstakt tækifæri sé að ræða þar sem þjóðin geti sýnt sínar allar bestu hliðar. Hjörtur Hjartarson ræddi við Kristinn sem staddur er á ráðstefnu í Ekvador seinni partinn í dag. Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Þota í eigu fyrirtækis í Kína hefur verið tekin á leigu af aðilum tengdum Wikileaks til að flytja uppljóstrarann, Edward Snowden til Íslands. Beðið er viðbragða frá innanríkisráðherra um hvort Snowden fái pólitískt hæli hérlendis. "Allt til reiðu hjá okkur og vélin gæti farið í loftið á morgun", segir fulltrúi frá Wikileaks. Edward Snowden er fyrrverandi starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna. Hann komst nýverið í heimsfréttirnar eftir að hafa upplýsti fjölmiðla um umfangsmiklar netnjósnir bandarískra yfirvalda. Í gegnum Kristinn Hrafnsson, talsmanns Wikileaks, lýsti Snowden yfir áhuga á að fá pólitískt hæli á Íslandi. Ef innanríkisráðherra tekur jákvætt í beiðni Snowden er ekkert því til fyrirstöðu að hann komi til Íslands á næstu dögum."Við erum í raun og veru bara búnir að því sem þarf að gera okkar megin. Það er búið að útvega flugvél og öll "logistic" eru klár. Nú bíðum við bara eftir því hvað ríkisstjórnin vill gera", segir Ólafur Vignir Sigurvinsson, fulltrúi Wikileaks og stofnandi DataCell. Það kostar minnst 40 milljónir króna að flytja Snowden til Íslands, þar af er beinn kostnaður vegna þotunnar 30 milljónir. Framtakið er fjármagnað með framlögum einstaklinga en Wikileaks hefur milligöngu um málið. Beðið er viðbragða frá innanríkisráðuneytinu um hvort Snowden fái hér pólitískt hæli. Ólafur Vignir segir ólíklegt er að Snowden komi til landsins áður en jákvæð svör berast þaðan. "Nei, ég held að það sé bara kjánalegt að fara með manninn hingað ef hann verður framseldur um leið til Bandaríkjanna. Þá er hann betur settur þar sem hann er. Við viljum ekki bera ábyrgð á því að framselja hann í hendur Bandaríkjamanna." Að sögn Ólafs er leiguvélin klár og getur farið í loftið á morgun. Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks er einn þeirra sem hefur milligöngu um komu Snowdens hingað til lands og hefur fylgst afar vel með gangi mála. Hann segir að um einstakt tækifæri sé að ræða þar sem þjóðin geti sýnt sínar allar bestu hliðar. Hjörtur Hjartarson ræddi við Kristinn sem staddur er á ráðstefnu í Ekvador seinni partinn í dag.
Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira