Pistill: Þess vegna eru þeir strákarnir okkar Daði Rafnsson skrifar 11. október 2013 10:39 Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson. Mynd/AP Þegar fólk nær árangri og kemst fyrir vikið í kastljós fjölmiðla er oft einblínt á sigur einstaklingsins yfir sjálfum sér eða öðrum. Það er góð saga, en einungis hálf sögð. Gylfi Sigurðsson átti bróður sem tók hann á endalausar séræfingar og pabba sem hvatti þá til að fara út og hlaða í einn magnaðasta skotfót Íslandssögunnar. Þeir keyrðu á æfingar í Kópavogi til að geta æft inni yfir veturinn með góðu liði og fylgdu honum úr hlaði hjá Reading. Á bak við Gylfa Sigurðsson er fjöldi fólks í FH, Breiðabliki og Reading ásamt kröftugri fjölskyldu sem fylgdi honum úr hlaði. Kolbeinn Sigþórsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og flestir aðrir sem klæðast landsliðstreyjunni í kvöld komust á toppinn vegna eigin dugnaðar og þrautsegju, og fjölskyldu og samfélags sem styður gríðarlega vel við knattspyrnu. Við erum ekki að greiða fyrir einn – heldur hundrað Þess vegna leggja UEFA og FIFA áherslu á að uppeldisbætur séu hluti af söluverði leikmanna. Á námskeiðum sínum um félagsskiptasamninga segja þeir að ekki sé verið að greiða fyrir einn leikmann, heldur þá hundrað sem þurfti til að koma honum til manns. Án grasrótarfótbolta eru ekki efnileg börn sem verða að athyglisverðum unglingum sem enda sem atvinnumenn.Ásgeir Sigurvinsson og Diego Maradona.Nordicphotos/GettyÞað er gaman að segja sögur af ofurmennum. Af fólki sem meikaði það þrátt fyrir umhverfið sitt. Sumir jafnvel trúa því sjálfir að þeir hafi komist á toppinn af sjálfsdáðum. Þeir sem ná alla leið í bláu treyjuna hafa svo sannarlega eiginleika sem gera þeim kleift að nýta sína hæfileika til fulls. Þú munt sjaldan hitta fólk sem er jafn einbeitt í að ná árangri í sinni grein eins og Gylfi Sigurðsson er í að ná árangri í knattspyrnu. Þegar Ásgeir Sigurvinsson náði alla leið á toppinn frá Vestmannaeyjum 7.-8. áratugarins má með sanni segja að hann hafi komist langt þrátt fyrir aðstæður. En í dag er öldin önnur. Landslið fullt af ungum íslenskum drengjum sem þora að skora þá bestu á hólm bera vitni um aðstæður sem hvetja til árangurs; -Stuðningur foreldra og fjölskyldu. -Hvatning og leiðbeining frá fjölda þjálfara. -Brýning af hendi ótal liðsfélaga. -Mótherjar sem ögra manni og reyna á mann. -Stjórnarmenn sem gefa mikla vinnu til að halda félaginu sínu gangandi. -Skattgreiðendur sem tryggja öruggt samfélag til að alast upp í og byggja gervigrasið, sparkvellina og knatthallirnar. -Sjálfboðaliðar sem þvoðu búninga, héldu fjáraflanir, söfnuðu pening og héldu mót. -Dómarar sem mættu í leiki. -Fjölmiðlamenn sem fjalla um íþróttina. -Vallarstarfsmenn sem slá grasið og starfsmenn sem halda íþróttahúsum gangandi. Þess vegna eru þeir strákarnir okkar.Daði Rafnsson er yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks í knattspyrnu. Hann skrifar pistla á bloggsíðu sína dadirafnsson.com HM 2014 í Brasilíu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Þegar fólk nær árangri og kemst fyrir vikið í kastljós fjölmiðla er oft einblínt á sigur einstaklingsins yfir sjálfum sér eða öðrum. Það er góð saga, en einungis hálf sögð. Gylfi Sigurðsson átti bróður sem tók hann á endalausar séræfingar og pabba sem hvatti þá til að fara út og hlaða í einn magnaðasta skotfót Íslandssögunnar. Þeir keyrðu á æfingar í Kópavogi til að geta æft inni yfir veturinn með góðu liði og fylgdu honum úr hlaði hjá Reading. Á bak við Gylfa Sigurðsson er fjöldi fólks í FH, Breiðabliki og Reading ásamt kröftugri fjölskyldu sem fylgdi honum úr hlaði. Kolbeinn Sigþórsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og flestir aðrir sem klæðast landsliðstreyjunni í kvöld komust á toppinn vegna eigin dugnaðar og þrautsegju, og fjölskyldu og samfélags sem styður gríðarlega vel við knattspyrnu. Við erum ekki að greiða fyrir einn – heldur hundrað Þess vegna leggja UEFA og FIFA áherslu á að uppeldisbætur séu hluti af söluverði leikmanna. Á námskeiðum sínum um félagsskiptasamninga segja þeir að ekki sé verið að greiða fyrir einn leikmann, heldur þá hundrað sem þurfti til að koma honum til manns. Án grasrótarfótbolta eru ekki efnileg börn sem verða að athyglisverðum unglingum sem enda sem atvinnumenn.Ásgeir Sigurvinsson og Diego Maradona.Nordicphotos/GettyÞað er gaman að segja sögur af ofurmennum. Af fólki sem meikaði það þrátt fyrir umhverfið sitt. Sumir jafnvel trúa því sjálfir að þeir hafi komist á toppinn af sjálfsdáðum. Þeir sem ná alla leið í bláu treyjuna hafa svo sannarlega eiginleika sem gera þeim kleift að nýta sína hæfileika til fulls. Þú munt sjaldan hitta fólk sem er jafn einbeitt í að ná árangri í sinni grein eins og Gylfi Sigurðsson er í að ná árangri í knattspyrnu. Þegar Ásgeir Sigurvinsson náði alla leið á toppinn frá Vestmannaeyjum 7.-8. áratugarins má með sanni segja að hann hafi komist langt þrátt fyrir aðstæður. En í dag er öldin önnur. Landslið fullt af ungum íslenskum drengjum sem þora að skora þá bestu á hólm bera vitni um aðstæður sem hvetja til árangurs; -Stuðningur foreldra og fjölskyldu. -Hvatning og leiðbeining frá fjölda þjálfara. -Brýning af hendi ótal liðsfélaga. -Mótherjar sem ögra manni og reyna á mann. -Stjórnarmenn sem gefa mikla vinnu til að halda félaginu sínu gangandi. -Skattgreiðendur sem tryggja öruggt samfélag til að alast upp í og byggja gervigrasið, sparkvellina og knatthallirnar. -Sjálfboðaliðar sem þvoðu búninga, héldu fjáraflanir, söfnuðu pening og héldu mót. -Dómarar sem mættu í leiki. -Fjölmiðlamenn sem fjalla um íþróttina. -Vallarstarfsmenn sem slá grasið og starfsmenn sem halda íþróttahúsum gangandi. Þess vegna eru þeir strákarnir okkar.Daði Rafnsson er yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks í knattspyrnu. Hann skrifar pistla á bloggsíðu sína dadirafnsson.com
HM 2014 í Brasilíu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira