Nína Dögg leikkona í mögnuðu verki Marín Manda skrifar 25. október 2013 16:00 Nína Dögg Filippusdóttir Nína Dögg Filippusdóttir leikur eina af dætrunum í verkinu Hús Bernhörðu Alba. „Ég leik næstyngstu systurina, Martirio sem er hálfgerð martröð. Þetta verk er bara svo magnað og fullt af sterkum og stórum tilfinningum og hver einasti karakter þarna er fullur af sorg, þrá og vilja,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona, sem fer með eitt af hlutverkunum í Húsi Bernhörðu Alba. Verkið er eitt þekktasta verkið eftir Federico García Lorca og var frumsýnt í Gamla bíói síðastliðinn föstudag í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Sagan fjallar um ekkjuna Bernhörðu Alba sem fyrirskipar að dætur hennar fimm verði lokaðar inni í átta ár ásamt þjónustustúlkum án samskipta við umheiminn til að syrgja fráfall föður þeirra. „Þetta fjallar um kúgun en hún Kristín er stórkostlegur listamaður og það er búið að vera algjört ævintýri og unun að vinna með henni. Hún er með svo sterka sýn og tekur inn fullt af baráttukonum úr samtímanum sem eru að berjast fyrir frelsi og jafnrétti sem innskot í sýninguna svo hún fer ansi djarfa leið.“ Fram undan hjá Nínu Dögg eru ýmis spennandi sjónvarps-og kvikmyndaverkefni en jafnframt mun hún leika í sýningu Borgarleikhússins Furðulegt háttalag hunds um nótt. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Nína Dögg Filippusdóttir leikur eina af dætrunum í verkinu Hús Bernhörðu Alba. „Ég leik næstyngstu systurina, Martirio sem er hálfgerð martröð. Þetta verk er bara svo magnað og fullt af sterkum og stórum tilfinningum og hver einasti karakter þarna er fullur af sorg, þrá og vilja,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona, sem fer með eitt af hlutverkunum í Húsi Bernhörðu Alba. Verkið er eitt þekktasta verkið eftir Federico García Lorca og var frumsýnt í Gamla bíói síðastliðinn föstudag í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Sagan fjallar um ekkjuna Bernhörðu Alba sem fyrirskipar að dætur hennar fimm verði lokaðar inni í átta ár ásamt þjónustustúlkum án samskipta við umheiminn til að syrgja fráfall föður þeirra. „Þetta fjallar um kúgun en hún Kristín er stórkostlegur listamaður og það er búið að vera algjört ævintýri og unun að vinna með henni. Hún er með svo sterka sýn og tekur inn fullt af baráttukonum úr samtímanum sem eru að berjast fyrir frelsi og jafnrétti sem innskot í sýninguna svo hún fer ansi djarfa leið.“ Fram undan hjá Nínu Dögg eru ýmis spennandi sjónvarps-og kvikmyndaverkefni en jafnframt mun hún leika í sýningu Borgarleikhússins Furðulegt háttalag hunds um nótt.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira