Ekki hægt að byggja á fyrri kynferðisbrotum Stígur Helgason skrifar 25. október 2013 16:00 Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í gær. Hæstiréttur sýknaði í gær Ómar Traustason, 51 árs, af ákæru um kynferðisbrot gegn pilti upp úr síðustu aldamótum, þegar pilturinn var 14 og 15 ára gamall. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ómar í vor í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum, veitt honum húsaskjól, gefið honum mat og nestispening, haldið að honum fíkniefnum, og ítrekað haft munnmök við hann á meðan hann svaf. Þá hafi hann í eitt skipti reynt að hafa við hann endaþarmsmök. Hæstiréttur segir hins vegar að þótt framburður piltsins, sem var kominn á þrítugsaldur þegar hann kærði brotin, hafi verið trúverðugur séu ákæruatriðin ósönnuð gegn eindreginni neitun Ómars. Engin „hlutræn sönnunargögn“ renni stoðum undir að hann hafi framið brotin. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sótti málið fyrir hönd Ríkissaksóknara og kveðst mjög vonsvikin með dóminn enda hafi hún verið sannfærð um sekt Ómars og talið sönnunargögn næg í málinu. „Þá taldi ég það skipta máli að sýnt var að ákærði hefði kynferðislegar hneigðir til drengja, samanber dóm Hæstaréttar frá árinu 1994 sem vikið er að í forsendum Hæstaréttar, en þar var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum drengjum,“ segir Hulda Elsa. Þá fékk Ómar tíu mánaða fangelsisdóm. Meirihluti Hæstaréttar er ósammála þessu mati Huldu Elsu, og segir að þrátt fyrir þennan gamla dóm fái það ekki breytt þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið hafi ekki axlað sönnunarbyrði í nýja málinu. Ingibjörg Benediktsdóttir. Þriðja sérálit IngibjargarIngibjörg Benediktsdóttir skilaði séráliti í máli Ómars og fór þar með gegn meðdómendum sínum, þeim Árna Kolbeinssyni, Markúsi Sigurbjörnssyni, Ólafi Berki Þorvaldssyni og Viðari Má Matthíassyni. Ingibjörg telur að ekki megi meta brotaþolanum í óhag að hafa ekki kært brotin fyrr en löngu eftir að þau hafi átt sér stað, enda hafi hann þá ekki náð þeim þroska sem til þurfti til að gera sér grein fyrir alvarleika þeirra. Því sé hún sammála niðurstöðu héraðsdóms. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem Ingibjörg skilar séráliti þegar meirihluti Hæstaréttar snýr sakfellingu fyrir kynferðisbrot í sýknu. Í fyrsta skipti var um að ræða mál kennt við vélhjólasamtökin Hells Angels, þar sem Hæstiréttur komst að því að það væri ekki kynferðisbrot að setja fingur í leggöng og endaþarm konu, ef það hefði ekki kynferðislegan tilgang. Í annað skiptið var um að ræða dóm í máli Stefáns Loga Sívarssonar og Þorsteins Birgissonar, sem héraðsdómur hafði dæmt í fimm og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Hæstiréttur sýknaði í gær Ómar Traustason, 51 árs, af ákæru um kynferðisbrot gegn pilti upp úr síðustu aldamótum, þegar pilturinn var 14 og 15 ára gamall. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ómar í vor í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum, veitt honum húsaskjól, gefið honum mat og nestispening, haldið að honum fíkniefnum, og ítrekað haft munnmök við hann á meðan hann svaf. Þá hafi hann í eitt skipti reynt að hafa við hann endaþarmsmök. Hæstiréttur segir hins vegar að þótt framburður piltsins, sem var kominn á þrítugsaldur þegar hann kærði brotin, hafi verið trúverðugur séu ákæruatriðin ósönnuð gegn eindreginni neitun Ómars. Engin „hlutræn sönnunargögn“ renni stoðum undir að hann hafi framið brotin. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sótti málið fyrir hönd Ríkissaksóknara og kveðst mjög vonsvikin með dóminn enda hafi hún verið sannfærð um sekt Ómars og talið sönnunargögn næg í málinu. „Þá taldi ég það skipta máli að sýnt var að ákærði hefði kynferðislegar hneigðir til drengja, samanber dóm Hæstaréttar frá árinu 1994 sem vikið er að í forsendum Hæstaréttar, en þar var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum drengjum,“ segir Hulda Elsa. Þá fékk Ómar tíu mánaða fangelsisdóm. Meirihluti Hæstaréttar er ósammála þessu mati Huldu Elsu, og segir að þrátt fyrir þennan gamla dóm fái það ekki breytt þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið hafi ekki axlað sönnunarbyrði í nýja málinu. Ingibjörg Benediktsdóttir. Þriðja sérálit IngibjargarIngibjörg Benediktsdóttir skilaði séráliti í máli Ómars og fór þar með gegn meðdómendum sínum, þeim Árna Kolbeinssyni, Markúsi Sigurbjörnssyni, Ólafi Berki Þorvaldssyni og Viðari Má Matthíassyni. Ingibjörg telur að ekki megi meta brotaþolanum í óhag að hafa ekki kært brotin fyrr en löngu eftir að þau hafi átt sér stað, enda hafi hann þá ekki náð þeim þroska sem til þurfti til að gera sér grein fyrir alvarleika þeirra. Því sé hún sammála niðurstöðu héraðsdóms. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem Ingibjörg skilar séráliti þegar meirihluti Hæstaréttar snýr sakfellingu fyrir kynferðisbrot í sýknu. Í fyrsta skipti var um að ræða mál kennt við vélhjólasamtökin Hells Angels, þar sem Hæstiréttur komst að því að það væri ekki kynferðisbrot að setja fingur í leggöng og endaþarm konu, ef það hefði ekki kynferðislegan tilgang. Í annað skiptið var um að ræða dóm í máli Stefáns Loga Sívarssonar og Þorsteins Birgissonar, sem héraðsdómur hafði dæmt í fimm og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira