Íslenskur klæðskeri hannaði kjól Þórunnar Sara McMahon skrifar 25. október 2013 07:00 Berglind Ómarsdóttir klæðskeri hannaði kjólinn sem söngkonan Þórunn Egilsdóttir klæddist í The Voice. Kjóllinn er skreyttur regnhlíf. Mynd/Úr einkasafni „Kjóllinn var sérstaklega hannaður fyrir tónleika sem Þórunn kom fram á í Lúxemborg. Þema tónleikanna var rigning og salurinn var skreyttur regnhlífum. Ég hannaði kjólinn út frá því þema og hann er til dæmis skreyttur með alvöru regnhlíf,“ segir Berglind Ómarsdóttir, klæðskeri í Lúxemborg. Hún hannaði kjól sem söngkonan Þórunn Egilsdóttir klæddist í sjónvarpsþættinum The Voice sem sýndur var í Þýskalandi fyrir viku. Berglind útskrifaðist sem klæðskeri og kjólahönnuður árið 2001 og rak saumastofuna Kjóll og klæði áður en hún fluttist búferlum til Lúxemborgar. Hún hefur nú búið í landinu í fimm ár og starfar þar sem klæðskeri. Aðspurð segist Berglind ekki hafa verið meðvituð um að Þórunn, sem er íslensk en uppalin í Lúxemborg, hafi ætlað að klæðast kjólnum í þættinum. „Þórunn sagði mér eftir á að hún hefði klæðst kjólnum í þættinum og að hún hefði fengið mjög góð viðbrögð frá dómurunum,“ segir Berglind, en að hennar sögn horfðu um 11 milljónir Þjóðverja á sjónvarpsþáttinn sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni SAT1. Berglind er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og þótti liðtæk í handbolta á sínum yngri árum. Hún lék meðal annars nokkra leiki með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta. „Ég spilaði mikið hér í den, fyrst með ÍBV og síðan með Val og Fram. En ég er löngu hætt í boltanum, ég hætti árið 1996,“ segir hún og hlær. Spurð út í framtíðaráform sín segir Berglind þau óráðin enn. „Ég framleiði einfaldari hluti, líkt og klúta og toppa, á vinnustofu heima hjá mér. Svo tek ég að mér sérsaum þess á milli. Ætli ég sinni því ekki áfram þar til annað kemur í ljós,“ segir hún að lokum. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Kjóllinn var sérstaklega hannaður fyrir tónleika sem Þórunn kom fram á í Lúxemborg. Þema tónleikanna var rigning og salurinn var skreyttur regnhlífum. Ég hannaði kjólinn út frá því þema og hann er til dæmis skreyttur með alvöru regnhlíf,“ segir Berglind Ómarsdóttir, klæðskeri í Lúxemborg. Hún hannaði kjól sem söngkonan Þórunn Egilsdóttir klæddist í sjónvarpsþættinum The Voice sem sýndur var í Þýskalandi fyrir viku. Berglind útskrifaðist sem klæðskeri og kjólahönnuður árið 2001 og rak saumastofuna Kjóll og klæði áður en hún fluttist búferlum til Lúxemborgar. Hún hefur nú búið í landinu í fimm ár og starfar þar sem klæðskeri. Aðspurð segist Berglind ekki hafa verið meðvituð um að Þórunn, sem er íslensk en uppalin í Lúxemborg, hafi ætlað að klæðast kjólnum í þættinum. „Þórunn sagði mér eftir á að hún hefði klæðst kjólnum í þættinum og að hún hefði fengið mjög góð viðbrögð frá dómurunum,“ segir Berglind, en að hennar sögn horfðu um 11 milljónir Þjóðverja á sjónvarpsþáttinn sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni SAT1. Berglind er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og þótti liðtæk í handbolta á sínum yngri árum. Hún lék meðal annars nokkra leiki með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta. „Ég spilaði mikið hér í den, fyrst með ÍBV og síðan með Val og Fram. En ég er löngu hætt í boltanum, ég hætti árið 1996,“ segir hún og hlær. Spurð út í framtíðaráform sín segir Berglind þau óráðin enn. „Ég framleiði einfaldari hluti, líkt og klúta og toppa, á vinnustofu heima hjá mér. Svo tek ég að mér sérsaum þess á milli. Ætli ég sinni því ekki áfram þar til annað kemur í ljós,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira