Rosberg langfljótastur í Mónakó Birgir Þór Harðarson skrifar 23. maí 2013 14:51 Rosberg var langfljótastur í Mónakó. Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes var langfljótastur á æfingum fyrir kappaksturinn í Mónakó sem fram fer um helgina. Hann var einnig fljótastur í morgun. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð næstfljótastur. Keppinautar Mercedes-liðsins klóra sig í hausnum yfir gríðarlegum hraða silfurörvanna í tímatökum og æfingum en virðast ekki geta staðist þeim snúning. Rosberg var á ráspól í Barein og á Spáni og virðist ætla að leika sama leikinn aftur í Mónakó. Brautin í Mónakó er samt sem áður einstök og gefur ekki mikil tækifæri til framúraksturs. Það gæti reynst Rosberg vel í kappakstrinum þegar hið mikla dekkjaslit Mercedes-bílsins fer að gera vart við sig. Hann mun því freista þess að reyna að halda Alonso, Vettel og Raikkönen fyrir aftan sig. Það eru mýmörg dæmi um að ökumenn hafi náð að fara í gegnum heilu og hálfu kappakstrana án þess að hleypa keppinautum framúr. Það gerðist til dæmis árið 2001 þegar David Coulthard á McLaren lenti fyrir aftan Arrows-ökuþórinn og nýliðann Enrique Bernoldi. Sá hélt Coulthard aftur í einhverja 40 hringi og gerið út um vonir McLaren um sigur. Á æfingum dagsins voru Ferrari-menn með Alonso og Massa við stýrið næst fljótastir á eftir Mercedes. Red Bull-liðið virðist ekki hafa eins mikla yfirburði í furstadæminu og undanfarin ár því Mark Webber var fimmti á seinni æfingunni en Sebastian Vettel aðeins níundi. Þess ber jafnframt að geta að Red Bull hefur átt í vandræðum með dekkjaslitið undir bíl sínum. Tímataka fyrir kappaksturinn fer fram á laugardag og svo verður kappaksturinn ræstur í hádeginu á sunnudag. Allt mótið er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þá mun Fréttablaðið fjalla sérstaklega um kappaksturinn í Mónakó í helgarblaði sínu. Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes var langfljótastur á æfingum fyrir kappaksturinn í Mónakó sem fram fer um helgina. Hann var einnig fljótastur í morgun. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð næstfljótastur. Keppinautar Mercedes-liðsins klóra sig í hausnum yfir gríðarlegum hraða silfurörvanna í tímatökum og æfingum en virðast ekki geta staðist þeim snúning. Rosberg var á ráspól í Barein og á Spáni og virðist ætla að leika sama leikinn aftur í Mónakó. Brautin í Mónakó er samt sem áður einstök og gefur ekki mikil tækifæri til framúraksturs. Það gæti reynst Rosberg vel í kappakstrinum þegar hið mikla dekkjaslit Mercedes-bílsins fer að gera vart við sig. Hann mun því freista þess að reyna að halda Alonso, Vettel og Raikkönen fyrir aftan sig. Það eru mýmörg dæmi um að ökumenn hafi náð að fara í gegnum heilu og hálfu kappakstrana án þess að hleypa keppinautum framúr. Það gerðist til dæmis árið 2001 þegar David Coulthard á McLaren lenti fyrir aftan Arrows-ökuþórinn og nýliðann Enrique Bernoldi. Sá hélt Coulthard aftur í einhverja 40 hringi og gerið út um vonir McLaren um sigur. Á æfingum dagsins voru Ferrari-menn með Alonso og Massa við stýrið næst fljótastir á eftir Mercedes. Red Bull-liðið virðist ekki hafa eins mikla yfirburði í furstadæminu og undanfarin ár því Mark Webber var fimmti á seinni æfingunni en Sebastian Vettel aðeins níundi. Þess ber jafnframt að geta að Red Bull hefur átt í vandræðum með dekkjaslitið undir bíl sínum. Tímataka fyrir kappaksturinn fer fram á laugardag og svo verður kappaksturinn ræstur í hádeginu á sunnudag. Allt mótið er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þá mun Fréttablaðið fjalla sérstaklega um kappaksturinn í Mónakó í helgarblaði sínu.
Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira