Innlent

Segir FBI fulltrúa ekki hafa komið með sinni vitund eða vilja til íslands

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir í tilkynningu til fjölmiðla að fulltrúar alríkislögreglunnar hafi ekki verið staddir hér á landi með vilja eða vitundar hans sjálfs.

Þegar honum hafi verið orðið kunnugt um komu þeira til landsins og í hvaða erindagjörðum þeir væru, hafi hann þegar í stað krafist þess að öllu samstarfi við þá yrði hætt af hálfu íslenskra lögregluyfirvalda og hafi hann gert utanríkisráðherra og fleiri ráðherrum grein fyrir málinu.

Svo segist ráðherrann, sem er staddur í kína þessa dagana, ekki tjá sig frekar um málið.

Fram kom í dag að hann ynni að greinagerð um málið.

Eins og Vísir hefur greint frá kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara að fulltrúi innanríkisráðherra hefði gefið fulltrúunum átta heimild til þess að koma hingað til lands í ágúst árið 2011 til þess að rannsaka meinta yfirvofandi tölvuárás á íslenska stjórnarráðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×