Plain Vanilla leiðréttir öryggisgalla í QuizUp Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2013 12:16 Þorsteinn ásamt Alison Goldberg, fjárfestingarstjóra Time Warner Investments, í útgáfuhófi Plain Vanilla í New York í nóvember. MYND/PLAIN VANILLA Öryggisgalli í spurningaleiknum QuizUp hefur vakið reiði. Fyrst var fjallað um málið á tæknivefnum Tech Crunch. Þar kemur fram að hægt er að komast yfir persónuupplýsingar spilenda þegar þær fara á milli tækja. Fyrirtækið Plain Vanilla gaf út leikinn í nóvember en QuizUp hefur slegið rækilega í gegn í heiminum og hafa nú yfir þrjár milljónir manna halað niður smáforritinu. Hugbúnaðarframleiðandinn Kyle Richter segir að ákveðinn öryggisgalli sé á leiknum.Richter vill meina að notendur geti nálgast persónuupplýsingar eins og tölvupóstfang, kyn, afmælisdag og séð myndir af spilendum, sem að öllu jafna er aðeins aðgengilegt milli vina á samskiptamiðlinum Facebook. Þorsteins Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla, segir í samtali við Tech Crunch að gallinn sé til staðar en vill samt sem áður meina að Kyle Richter hafi ekki alfarið rétt fyrir sér. Villa hafi komið upp sem geri dulkóðun leiksins í sumum tilvikum of veika en fyrirtækið hafi strax gripið inn í og búið sé að laga þennan galla. Uppfærsla af leiknum verði því send út á næstunni. Fram kemur í greininni að Kyle Richter sé eigandi fyrirtækisins Dragon Froged Software sem einnig framleiðir spurningaleiki af svipuðum toga og QuizUp og því í beinni samkeppni við Plain Vanilla. Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Öryggisgalli í spurningaleiknum QuizUp hefur vakið reiði. Fyrst var fjallað um málið á tæknivefnum Tech Crunch. Þar kemur fram að hægt er að komast yfir persónuupplýsingar spilenda þegar þær fara á milli tækja. Fyrirtækið Plain Vanilla gaf út leikinn í nóvember en QuizUp hefur slegið rækilega í gegn í heiminum og hafa nú yfir þrjár milljónir manna halað niður smáforritinu. Hugbúnaðarframleiðandinn Kyle Richter segir að ákveðinn öryggisgalli sé á leiknum.Richter vill meina að notendur geti nálgast persónuupplýsingar eins og tölvupóstfang, kyn, afmælisdag og séð myndir af spilendum, sem að öllu jafna er aðeins aðgengilegt milli vina á samskiptamiðlinum Facebook. Þorsteins Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla, segir í samtali við Tech Crunch að gallinn sé til staðar en vill samt sem áður meina að Kyle Richter hafi ekki alfarið rétt fyrir sér. Villa hafi komið upp sem geri dulkóðun leiksins í sumum tilvikum of veika en fyrirtækið hafi strax gripið inn í og búið sé að laga þennan galla. Uppfærsla af leiknum verði því send út á næstunni. Fram kemur í greininni að Kyle Richter sé eigandi fyrirtækisins Dragon Froged Software sem einnig framleiðir spurningaleiki af svipuðum toga og QuizUp og því í beinni samkeppni við Plain Vanilla.
Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira