Menning

Gilbert vill skrifa eins og Dickens

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Elizabeth Gilbert
Elizabeth Gilbert
Metsöluhöfundurinn Elizabeth Gilbert, höfundur smellsins Borða, biðja, elska, er þessa dagana að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu í tólf ár. Bókin nefnist The Signature of All Things og sögutíminn er nítjánda öldin, þannig að óhætt er að segja að Gilbert rói á algjörlega ný mið.

Gilbert sagði í samtali við The New York Times á dögunum að fyrirmyndir hennar við ritun þessar sögu hefðu verið hinar breiðu skáldsögur nítjándu aldarinnar og að hana hefði langað til að skrifa stóra frásögn með mörgum núönsum í anda Dickens, Brontë-systra og George Eliot. Ætti að verða spennandi að sjá útkomuna.

Bókin er ekki komin í sölu en hægt er að forpanta hana á heimasíðu höfundarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×