Færði gjörgæslu LSH tæki í þakklætisskyni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. júlí 2013 07:00 Starfsfólk gjörgæsludeildarinnar ásamt Margréti, sem stendur við hlið föður síns. Þykir það læknisfræðilegt afrek að tekist hafi að bjarga honum. Margrét Skúladóttir Sigurz gaf gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi loftdýnu og loftlyftara á dögunum í þakkarskyni fyrir þá góðu umönnun sem faðir hennar fékk á deildinni. „Pabbi þurfti að liggja inni á gjörgæslunni í talsvert langan tíma,“ segir Margrét. Faðir hennar, Skúli Eggert Sigurz, slasaðist alvarlega í mars á síðasta ári þegar maður réðst inn á lögmannstofu hans, Lagastoð, og stakk hann fimm sinnum með 13 sentimetra veiðihníf. Það hefur verið kallað læknisfræðilegt afrek að tekist hafi að bjarga honum. Lá hann á gjörgæslu í um fimm vikur. „Þetta voru hlutir sem að við sáum að vantaði og voru þarfir.“ Hún segir loftdýnu og loftlyftara hafa komið föður sínum að góðum notum á meðan hann dvaldi á gjörgæslunni. „Pabbi lá á svona dýnu. Það er hægt að blása hana upp og stilla mýkt og víbring til þess að fá smá hreyfingu á sjúklingana. Þá er minni hætta á legusárum.“ Hún segir loftlyftara einnig nauðsynlega fyrir langlegusjúklinga til þess að komast úr rúmi, fá hreyfingu og breyta um umhverfi. „Þetta er einnig hagræðing fyrir starfsfólkið. Lyftarinn getur híft upp 250 kíló og það er oft ekki mannskapur í að lyfta sjúklingi sem getur ekkert hjálpað til. Þegar sjúklingar liggja lengi fá þeir svokallaða gjörgæslulömun. Tækin tvö sem Margrét gaf deildinni eru samtals að andvirði tveggja milljóna króna. „Ég varð fertug á árinu og ákvað að safna fyrir þessu,“ útskýrir hún. „Þetta hefði aldrei gerst nema fyrir tilstilli allra gestanna og vinanna sem voru rosalega rausnarlegir.“ Margrét segir föður sinn hafa fengið afskaplega góða umönnun á gjörgæsludeildinni. „Það er alveg ótrúlega flott starfsfólk þarna sem á heiður skilið.“ Hún segir líðan föður síns eins góða og hægt er miðað við aðstæður. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Margrét Skúladóttir Sigurz gaf gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi loftdýnu og loftlyftara á dögunum í þakkarskyni fyrir þá góðu umönnun sem faðir hennar fékk á deildinni. „Pabbi þurfti að liggja inni á gjörgæslunni í talsvert langan tíma,“ segir Margrét. Faðir hennar, Skúli Eggert Sigurz, slasaðist alvarlega í mars á síðasta ári þegar maður réðst inn á lögmannstofu hans, Lagastoð, og stakk hann fimm sinnum með 13 sentimetra veiðihníf. Það hefur verið kallað læknisfræðilegt afrek að tekist hafi að bjarga honum. Lá hann á gjörgæslu í um fimm vikur. „Þetta voru hlutir sem að við sáum að vantaði og voru þarfir.“ Hún segir loftdýnu og loftlyftara hafa komið föður sínum að góðum notum á meðan hann dvaldi á gjörgæslunni. „Pabbi lá á svona dýnu. Það er hægt að blása hana upp og stilla mýkt og víbring til þess að fá smá hreyfingu á sjúklingana. Þá er minni hætta á legusárum.“ Hún segir loftlyftara einnig nauðsynlega fyrir langlegusjúklinga til þess að komast úr rúmi, fá hreyfingu og breyta um umhverfi. „Þetta er einnig hagræðing fyrir starfsfólkið. Lyftarinn getur híft upp 250 kíló og það er oft ekki mannskapur í að lyfta sjúklingi sem getur ekkert hjálpað til. Þegar sjúklingar liggja lengi fá þeir svokallaða gjörgæslulömun. Tækin tvö sem Margrét gaf deildinni eru samtals að andvirði tveggja milljóna króna. „Ég varð fertug á árinu og ákvað að safna fyrir þessu,“ útskýrir hún. „Þetta hefði aldrei gerst nema fyrir tilstilli allra gestanna og vinanna sem voru rosalega rausnarlegir.“ Margrét segir föður sinn hafa fengið afskaplega góða umönnun á gjörgæsludeildinni. „Það er alveg ótrúlega flott starfsfólk þarna sem á heiður skilið.“ Hún segir líðan föður síns eins góða og hægt er miðað við aðstæður.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira